You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar

December 07, 2018 NaN
You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar
Fílalag
You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar

Dec 07 2018 | NaN

/

Show Notes

Músík er sameinandi afl sem spyr hvorki um stétt né stöðu. Þetta eru væmin orð, en þó alveg sönn. Jafnvel hörðustu rokkarar koma heim af djamminu og sjá endursýningu á Mamma Mia á bíórásinni og skæla ofan í leðurjakka sína.
Lagið sem fílað er í dag er upphaflega úr söngleik – mjög væmnum Broadway-söngleik – en það er í dag fílað af hörðustu iðnaðarmönnum. Líklega er ekkert lag hummað jafn angurvært í Smiðjuhverfinu í Kópavogi og einmitt þetta lag.
Já. Það hitti heiminn í hartastað. Það hefur verið sungið í kommúnum, kirkjum og á fótboltavöllum (og ekki bara hjá aðdáendum Liverpool). Verum vinir, verum glöð, hvar í flokki sem við stöndum og sama með hverjum við höldum. Föðmum náunga okkar, þrýstum brjósti hans að okkar þannig að sómasamlokan í vasa hans springur í plasti sínu. Og öskrum saman Smiðjuhverfis-sálminn. Lífið er sársauki, en við finnum hann öll saman.

Other Episodes

Episode

October 25, 2024 00:59:28
Episode Cover

Walk Away Renée - Tær buna

The Left Banke - Walk Away Renée Glimrandi unglingar, tærir en tjúllaðir, nýbúnir að ljúka upp gáttinni að undrum klassískrar tónlistar, búnir spjótum og...

Listen

Episode

June 17, 2016 00:39:04
Episode Cover

Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu...

Listen

Episode

April 13, 2018 00:58:27
Episode Cover

Look on Down from the Bridge – Eftirpartí, korter í hrylling, fegurð, skaðræði

X-kynslóðin færði okkur meira en gröns og perlandi e-pillu-svita. X-arar höfðu líka á sér fágaðari hliðar, eins og gengur. Á árunum í kringum 1990...

Listen