Walk Away Renée - Tær buna

October 25, 2024 00:59:28
Walk Away Renée - Tær buna
Fílalag
Walk Away Renée - Tær buna

Oct 25 2024 | 00:59:28

/

Show Notes

The Left Banke - Walk Away Renée

Glimrandi unglingar, tærir en tjúllaðir, nýbúnir að ljúka upp gáttinni að undrum klassískrar tónlistar, búnir spjótum og panflautum, nestaðir af náttúrunnar hendi, í víðum skyrtum og þröngum jökkum. Glimdrandi unglingar, tyggjójórtrandi, skröltandi beinahrúgur með þróttmikil hjörtu. Ó elsku sixties síkadelíu frumkvöðlar, opinmynntir, stóreygir en svo óbrynvarðir gagnvart lendingunni. Að þið hafið gefið okkur flöskuna með elixír ykkar er ekkert minna en stórkostlegt. Eilíf ást, eilíf æska, um ár og öld, alltaf. Þúsund milljón þakkir og blessun.

Other Episodes

Episode 0

August 27, 2021 00:54:56
Episode Cover

Let's Spend the Night Together - Brokkið ykkur

Rolling Stones - Let's Spend the Night Together Farið inn í föðurhúsin, undir loðfeldinn, inn í merginn, inn í kjarnsýruna og marinerið ykkur þar...

Listen

Episode

September 20, 2019 01:00:21
Episode Cover

Atlavík ’84 – Koddafar í andliti. Matarkex í maga.

Rúnk – Atlavík ’84 Hvað gerist ef maður hleypir rafstraumi ofan í blauta rauðrófustöppu? Yfirleitt gerist reyndar ekki neitt. En stundum gerist snilld. Hljómsveitin...

Listen

Episode

March 25, 2016 00:52:59
Episode Cover

Into The Mystic – Lag sem hefur allt

Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem...

Listen