Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

June 17, 2016 00:39:04
Live Forever –  Brekkusöngur alheimsins
Fílalag
Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

Jun 17 2016 | 00:39:04

/

Show Notes

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft.

Það gerðist ekkert fyrir þá eftir að þeir urðu frægir. Þeir voru bara í sömu peysunum, sömu anorökkunum og með sama kjaftinn. Það eina sem þeir gerðu var að sigra.

Og þvílíkur sigur. „Live Forever“ af fyrstu plötu Oasis, „Definately Maybe“ er brekkusöngur heimsins. Empathy-negla sem sameinar alla. Þetta lag skuldar engum, það hefur álíka öruggan tilverurétt og Hvannadalshnjúkur.

Já. Fílalag fílar Oasis í dag. Það er Brit-Pop fest framundan í eyrum ykkar. Hlustið og ef þið fílið ekki þurfið þið að fara í rannsókn.

Other Episodes

Episode 0

May 08, 2020 01:24:33
Episode Cover

For Whom The Bell Tolls - Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla

Metallica - For Whom the Bell Tolls Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið ...

Listen

Episode 0

June 02, 2017 00:57:49
Episode Cover

November Rain - Hægur og fagur dauðakrampi

Fílalag hefur fjallað um allskonar öfga í gegnum tíðina. Í lýsingu á þættinum sem fjallaði um Elvis mátti til dæmis finna þessa setningu: „á...

Listen

Episode

June 09, 2017 00:59:56
Episode Cover

Ain’t No Sunshine – Klósettísetningarmaðurinn sem varð frægur

Fáir hafa slegið jafn skyndilega í gegn og Bill Withers. Hann var smábæjarstrákur frá West-Virginia af verkamannaættum og hafði unnið sig upp sem hörkuduglegur...

Listen