„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft.
Það gerðist ekkert fyrir þá eftir að þeir urðu frægir. Þeir voru bara í sömu peysunum, sömu anorökkunum og með sama kjaftinn. Það eina sem þeir gerðu var að sigra.
Og þvílíkur sigur. „Live Forever“ af fyrstu plötu Oasis, „Definately Maybe“ er brekkusöngur heimsins. Empathy-negla sem sameinar alla. Þetta lag skuldar engum, það hefur álíka öruggan tilverurétt og Hvannadalshnjúkur.
Já. Fílalag fílar Oasis í dag. Það er Brit-Pop fest framundan í eyrum ykkar. Hlustið og ef þið fílið ekki þurfið þið að fara í rannsókn.
Það er stór fíll í herberginu. All Along the Watchtower er undir nálinni í dag. Bæði Dylan og Hendrix útgáfan. Vúff. Líklega er best...
Líklegast átti það að vera orðaleikur þegar tónlistarmaðurinn Rob Dougan gaf lagi sínu nafnið „Clubbed To Death“. Orðasambandið þýðir í venjulegri merkinu: „að vera...
Radiohead - Exit Music (For a Film) Himininn yfir París. Þrútið var loft og þungur sjór. Tæring þess tærasta. Annó erótíka. Þú ert steindautt...