Look on Down from the Bridge – Eftirpartí, korter í hrylling, fegurð, skaðræði

April 13, 2018 00:58:27
Look on Down from the Bridge – Eftirpartí, korter í hrylling, fegurð, skaðræði
Fílalag
Look on Down from the Bridge – Eftirpartí, korter í hrylling, fegurð, skaðræði

Apr 13 2018 | 00:58:27

/

Show Notes

X-kynslóðin færði okkur meira en gröns og perlandi e-pillu-svita. X-arar höfðu líka á sér fágaðari hliðar, eins og gengur. Á árunum í kringum 1990 var til dæmis Kalifornía full af af berfættum rokkabillí-neó-hippum. Og þvílík fegurðar-trog sem sú sena bar á borð fyrir heimsbyggðina.

Í dag er undir fílunanar-nálinni ein allra þyngsta fegurðar-skífa sem gefin var út í níunni. Sjálft “Look on Down from the Bridge” með hljómsveitinni Mazzy Star. Þetta er lekandi, drjúpandi hammond-hamsatólgur, líknardeildar-perla, lag sem hæfir eftirpartís-hellun á skaðræðisstigi.

Setjið á ykkur eldrauð og lítil John Lennon sólgleraugu, hengið písmerkið um hálsinn, keyrið bílinn ykkar niðrá höfn og lekið inn í eilífðina. Það er kominn tími til að líta fram af brúnni.

Other Episodes

Episode 0

March 20, 2020 01:30:31
Episode Cover

Alheimssturtan - Óðurinn til gleðinnar: Gestófíll Jóhann Alfreð

Ludwig van Beethoven - Óðurinn til gleðinnar Gestófíll: Jóhann Alfreð Kristinsson Það sem lagt hefur verið á álfuna. Fyrst voru það kóngarnir, púðraðir, grimmir...

Listen

Episode 0

May 15, 2020 01:33:04
Episode Cover

Heart of Glass - Óbrjótandi, óþrjótandi kúl

Blondie - Heart of Glass New York. Rottur. Pizzukassar. Ljósmyndarar. Leðurjakkar.. Brunastigar. Rafgítarar. Trommuheilar. Þröngir kjólar. Strigaskór. Kalkúnasamlokur. Platínugyllt hár. Gulir leigubílar. Stressaðir endurskoðendur. ...

Listen

Episode

June 05, 2015 00:50:17
Episode Cover

I Wanna Be Your Dog – Sturlaði táningurinn Detroit

Ef Bandaríkin væru fjölskylda og borgir landsins fjölskyldumeðlimir þá væri Detroit sturlaði táningurinn. Það sem meira er: Detroit er eilífðartáningur. Vandræðagemsinn sem mætir heim...

Listen