We are Young - Fómó-framleiðsla

March 12, 2021 00:59:03
We are Young - Fómó-framleiðsla
Fílalag
We are Young - Fómó-framleiðsla

Mar 12 2021 | 00:59:03

/

Show Notes

Fun. - We Are Young

Það er þversagnarkenndur vöndull undir nálinni. Poppsmellur sem fór í fyrsta sæti ameríska vinsældalistans, peppandi, ærandi og neysluhvetjandi Super-Bowl-auglýsinga teppalagning. En á sama tíma er lagið, We Are Young, dulbúið örvæntingarhróp heillar kynslóðar. Gallajakkaklæddrar kynslóðar sem var stungið í samband við ramen og látin framleiða fómó í boði Verizon.

Gefið þessu tíma, smá þolinmæði, það liggur mikið undir hérna. En ekki gleyma að fíla. Því ekkert smýgur jafn vel undir húðina eins og hárbeittur líkkistunagli, hamraður niður í boði Gatorade.

Other Episodes

Episode

January 20, 2017 00:53:30
Episode Cover

I Love Rock N Roll – Hurð sparkað upp (í tuttugasta skipti)

Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju...

Listen

Episode 0

July 17, 2020 00:54:45
Episode Cover

Roar - Kona öskrar

Katy Perry - Roar Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu. Og öskrar! Katy...

Listen

Episode

March 22, 2019 00:53:48
Episode Cover

Marquee Moon – Glorhungur í myrkur og norp

Television – Marquee Moon Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur...

Listen