We are Young - Fómó-framleiðsla

March 12, 2021 00:59:03
We are Young - Fómó-framleiðsla
Fílalag
We are Young - Fómó-framleiðsla

Mar 12 2021 | 00:59:03

/

Show Notes

Fun. - We Are Young

Það er þversagnarkenndur vöndull undir nálinni. Poppsmellur sem fór í fyrsta sæti ameríska vinsældalistans, peppandi, ærandi og neysluhvetjandi Super-Bowl-auglýsinga teppalagning. En á sama tíma er lagið, We Are Young, dulbúið örvæntingarhróp heillar kynslóðar. Gallajakkaklæddrar kynslóðar sem var stungið í samband við ramen og látin framleiða fómó í boði Verizon.

Gefið þessu tíma, smá þolinmæði, það liggur mikið undir hérna. En ekki gleyma að fíla. Því ekkert smýgur jafn vel undir húðina eins og hárbeittur líkkistunagli, hamraður niður í boði Gatorade.

Other Episodes

Episode 0

June 04, 2021 01:18:39
Episode Cover

Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga

Billy Joel - Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á...

Listen

Episode

February 10, 2017 01:01:51
Episode Cover

Losing My Relegion – Remkex

Hvað getur maður sagt um R.E.M? Eitt mesta cross-over band allra tíma. Fór frá því að vera þunglyndismúsík fyrir holuhassreykjandi lopapeysulið frá Portland, Oregon...

Listen

Episode

August 30, 2019 00:42:18
Episode Cover

End Of The World – Dramatískt, loðið, hættulegt

Aphrodite’s Child – End of the World Í fyrsta skipti í Fílalag er það grískt. Og grískt skal það vera með allri þeirri hnausþykku...

Listen