Itchycoo Park - Að brenna sig á fegurðinni

March 05, 2021 01:29:57
Itchycoo Park - Að brenna sig á fegurðinni
Fílalag
Itchycoo Park - Að brenna sig á fegurðinni

Mar 05 2021 | 01:29:57

/

Show Notes

Small Faces - Itchycoo Park

Hoppum og skoppum í gegnum blómagarðinn með litlar sólhlífar og gúrkusamlokur í maganum eins og í bók eftir Thackeray og veltumst um í grasinu og hlæjum og brennum okkur á brenninetlum og hellum mjólk á sárið og grátum með hjörtum okkar yfir fegurðinni og breytum sorginni í útvarpsbylgjur sem við vörpum yfir veröldina eins og fluginnrásarher í vísindaskáldsagnastyrjöld og föllum saman yfir hverfulleika augnabliksins og felum harminn í óralangri setningu sem minnir á ljóð eftir Birgi Svan Símonarson.

Andvörpum og göngum yfir brúna og ofan í kanínuholuna í gegnum dyr skynjunarinnar, etum, drekkum og verum glöð eins og tröll í barnabók sem myndskreytt er af Brian Pilkington. Drekkum sjötíu miniature-flöskur. Sturtum harminum í okkur á vængjum breskra loftleiða. Gleymið týpunum í Vesturbæjarlauginni, á Kaffibarnum. Troðið eyrnarpinna inn í sjötta skilningarvitið og hreinsið út. Hér eru mætt sjálf Spjöld sögunnar.

Other Episodes

Episode 0

September 16, 2016 00:43:59
Episode Cover

Sveitin milli sanda - Lokasenan

Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown....

Listen

Episode 0

February 12, 2021 00:59:29
Episode Cover

I Feel Love - Eimuð ást

Donna Summer - I Feel Love Alþjóðlegt teymi. Bandarísk söngkona, Týróli, Breti, Þjóðverji að sjá um snúrurnar og Íslendingur á kantinum. Saman skópu þau...

Listen

Episode 0

February 14, 2020 00:58:35
Episode Cover

Superstar - Hvítar tennur, brúnt leður

Carpenters - Superstar Trésmiðurinn brúnast í sólinni. Leðurólar Jésú-sandalanna herpast um svitastorkna ökkla. Það húmar að. Raðmorðingjamyrkur skellur á. Vaktmaður Golfklúbbsins er skorinn á...

Listen