Itchycoo Park - Að brenna sig á fegurðinni

March 05, 2021 01:29:57
Itchycoo Park - Að brenna sig á fegurðinni
Fílalag
Itchycoo Park - Að brenna sig á fegurðinni

Mar 05 2021 | 01:29:57

/

Show Notes

Small Faces - Itchycoo Park

Hoppum og skoppum í gegnum blómagarðinn með litlar sólhlífar og gúrkusamlokur í maganum eins og í bók eftir Thackeray og veltumst um í grasinu og hlæjum og brennum okkur á brenninetlum og hellum mjólk á sárið og grátum með hjörtum okkar yfir fegurðinni og breytum sorginni í útvarpsbylgjur sem við vörpum yfir veröldina eins og fluginnrásarher í vísindaskáldsagnastyrjöld og föllum saman yfir hverfulleika augnabliksins og felum harminn í óralangri setningu sem minnir á ljóð eftir Birgi Svan Símonarson.

Andvörpum og göngum yfir brúna og ofan í kanínuholuna í gegnum dyr skynjunarinnar, etum, drekkum og verum glöð eins og tröll í barnabók sem myndskreytt er af Brian Pilkington. Drekkum sjötíu miniature-flöskur. Sturtum harminum í okkur á vængjum breskra loftleiða. Gleymið týpunum í Vesturbæjarlauginni, á Kaffibarnum. Troðið eyrnarpinna inn í sjötta skilningarvitið og hreinsið út. Hér eru mætt sjálf Spjöld sögunnar.

Other Episodes

Episode

December 16, 2016 00:53:09
Episode Cover

Lovefool – Gollur og sexkantar

Ein passívasta flík sem karlmenn geta klæðst er svokölluð „golla“ eða cardigan eins og hún heitir á ensku. Gollan virkar allstaðar. Kurt Cobain klæddist...

Listen

Episode

February 24, 2016 00:49:16
Episode Cover

Without You – Til hvers að lifa?

Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn. Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar...

Listen

Episode

May 31, 2024 01:12:58
Episode Cover

Crazy - Klikkun

Crazy - Patsy Cline Kötturinn svífur um eldhúsið. Hárþurrkan syngur sópran inn á baði. Rafmagnslínurnar svigna milli stauranna úti á götu og spila hægan...

Listen