Way Down We Go - Djöfullinn á hringtorginu

June 14, 2024 01:19:55
Way Down We Go - Djöfullinn á hringtorginu
Fílalag
Way Down We Go - Djöfullinn á hringtorginu

Jun 14 2024 | 01:19:55

/

Show Notes

Kaleo - Way Down We Go

Kjúklingabringurnar eru lentar á eldhúsbekknum, kaldar og blautar í frauðplastbökkum. Þær smokra sér úr plastinu eins og geimverur í Ridley Scott mynd. Þær smokra sér úr plastinu og klæða sig í ullarsjöl og setja á sig hatta. Kjúklingabringurnar steikja sér egg á pönnu. Þær horfa á eggið spælast á feitri pönnunni, þær fá fitumettaða móðuna í andlitið, þær finna hitann og rakann.

Hvað gerðist á árunum upp úr 2012. Já, þessum árum þegar kaupmáttur fór aftur á stað eftir hrunið og fólk fór að kaupa sér fellihýsi og ríkir bandarískir art-dicks í dúnúlpum fóru að þefa af mosanum? Það er loksins kominn tími til að greina það. Stutta svarið er: það gerðist soldið rosalegt. Það varð keðjuverkun.

Speglarnir í jiu-jitsu salnum. Rokið. Joðskorturinn. Mosinn, mæðan, myrkrið. Vesturlandsvegur, varúlfur ekur á RAM, með fituskert hjarta, tattú sem segir Nökkvi Freyr 2013, á leiðinni með English Setter hund í snyrtingu og svo í kaldan, heitan, kaldan, heitan, kaldan þar til slagæðarnar ýlfra af mæðu.

Other Episodes

Episode

November 18, 2016 01:20:55
Episode Cover

Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) – Bachaðu þig í drasl

Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert...

Listen

Episode 0

February 19, 2021 01:08:28
Episode Cover

Harðsnúna Hanna - Hámark norpsins

Ðe lónlí blú bojs - Harðsnúna Hanna Steypustyrktarjárn. 24 metrar á sekúndu. Tikk í fánastöngum. Þrefaldur vodki í kók. Vanlíðan. Æsingur. Spenna. Æring. Bældar...

Listen

Episode

November 19, 2017 00:43:13
Episode Cover

End Of The World – Heimsendir í dós

Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi...

Listen