Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi í rúmi og grætur. Kjarnaoddur er skrúfaður á „MGR-1 Honest John“ eldflaug. Það er allt í gangi.
Heimurinn er að farast.
Nei. Heimurinn er frábær. En þá er hann auðvitað að farast. Heimurinn ferst oft á dag. Dauðsföll, ástarsorgir og bara hið almenna óréttlæti tilverunnar sér til þess. Því meiri menning, því meiri heimsendir. Og hér er einn, frá cross-over kántrí-söngkonunni Skeeter Davis.
Fegurð, ó, fegurð. Nú vitnum við í Byron lávarð: „hryggð er þekking“.
Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...
Stundum er allt í góðum gír. Allir sáttir. Enginn með vesen. Matur í ísskápnum. Bíómynd í sjónvarpinu. En þá grípur fólk einhver losti. Þorsti...
Dátar - Gvendur á Eyrinni Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar...