End Of The World – Heimsendir í dós

November 19, 2017 00:43:13
End Of The World – Heimsendir í dós
Fílalag
End Of The World – Heimsendir í dós

Nov 19 2017 | 00:43:13

/

Show Notes

Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi í rúmi og grætur. Kjarnaoddur er skrúfaður á „MGR-1 Honest John“ eldflaug. Það er allt í gangi.

Heimurinn er að farast.

Nei. Heimurinn er frábær. En þá er hann auðvitað að farast. Heimurinn ferst oft á dag. Dauðsföll, ástarsorgir og bara hið almenna óréttlæti tilverunnar sér til þess. Því meiri menning, því meiri heimsendir. Og hér er einn, frá cross-over kántrí-söngkonunni Skeeter Davis.

Fegurð, ó, fegurð. Nú vitnum við í Byron lávarð: „hryggð er þekking“.

Other Episodes

Episode 0

November 10, 2023 01:16:51
Episode Cover

Teenage Dirtbag - Í aldingarði incelsins

Wheatus - Teenage Dirtbag Girtu kakíbuxurnar upp að handakrikum þannig að pínulítið hjartað skýlist undir beltissylgju úr látúni. Fáðu þér oreo og mjólk eftir...

Listen

Episode 0

July 02, 2021 01:19:31
Episode Cover

Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar

Bee Gees - Heartbreaker Saga Bee Gees er Sagan með stóru S-i og greini. Saga þjóðflutninga, saga efnahagsþrenginga, hæstu hæða, dýpstu dala. Elsta saga...

Listen

Episode

November 14, 2025 01:09:18
Episode Cover

Brimful of Asha - Barmur plús harmur deilt með takmarkaleysi

Cornershop og Norman Cook – Brimful of Asha Rómúlus og Remus totta spena. Fjörutíu og fimm snúningar á mínútu. Níl flæðir yfir bakka sína....

Listen