White Stripes - Seven Nation Army
Ýlfrandi hundar. Paranoja. Sándtékk. Teppalagning. Apaheili. Converse All Star sólar klístrast við malbik bílastæðis. International House of Pancakes. Altarisdrengir lemja hvern annan með skiptilykli í skottinu á belgvíðum Plymouth með risastórri afturrúðu. Fílabein kramið í morteli, sáldrað í línur yfir gervigras í bakgarði einstæðrar móður sem hlaut ekki lottóvinning kvöldsins. Sýróp. Blóð. Talkúm. Bólstrun.
Kjöt hægeldast. Svitadropar merlast á pensilstrokuyfirvaraskeggjum. Afró gljáir. Það eru allir góðir. Þetta er easy. Alabama-kóngar í Los Angeles. Sólrík sjöa. Allt í gangi....
Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra...
Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown....