Gestófíll: Ilmur Kristjánsdóttir
Þeir frelsuðu unglinga á Vesturströnd Bandaríkjanna, þeir frelsuðu unglinga í Bangkok á Tælandi. Þeir frelsuðu unglinga í Austurbæ Reykjavíkur. Nirvana kom sá og sónikaði sig í gegn með sinni annarri plötu. Skiptir ekki máli hét hún í lauslegri þýðingu og þar með var tónn níunnar sleginn og hann var sleginn fast. Whatever. Nevermind. Með kærleika og lífsleiða. Ykkar Kurt. Ykkar Kurt með hvolpaaugun. Ykkar Kurt með kremhvítt hjarta.
Gleðin kemur úr maganum. Hryggðin kemur úr gallinu. Krafturinn kemur úr þjóhnöppunum. Fílunin er líkamans. Fimm núll ein mínúta af frelsun. Fimm núll einn hjúpur á skönkum. Converse All-Star undir yl. Flannel-svitalykt. Jón Ásgeir á lyftaranum. Pizza 67. 27 Club straight to Nirvana.
Takk fyrir bylgjurnar, þá og nú. Slökkvum ljósin og hossumst. Fyrir frelsun magans, fyrir frelsun manns-magans. kv. Þín kynslóð.
Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan...
Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band...
Það besta við rokktónlist er að á góðum degi er hún skurðarflötur alls sem er í gangi í þjóðfélögum. Í músíkinni má heyra raddirnar...