Útrásin í myrkrinu - Smells Like Teen Spirit

February 26, 2021 01:28:57
Útrásin í myrkrinu - Smells Like Teen Spirit
Fílalag
Útrásin í myrkrinu - Smells Like Teen Spirit

Feb 26 2021 | 01:28:57

/

Show Notes

Gestófíll: Ilmur Kristjánsdóttir

Þeir frelsuðu unglinga á Vesturströnd Bandaríkjanna, þeir frelsuðu unglinga í Bangkok á Tælandi. Þeir frelsuðu unglinga í Austurbæ Reykjavíkur. Nirvana kom sá og sónikaði sig í gegn með sinni annarri plötu. Skiptir ekki máli hét hún í lauslegri þýðingu og þar með var tónn níunnar sleginn og hann var sleginn fast. Whatever. Nevermind. Með kærleika og lífsleiða. Ykkar Kurt. Ykkar Kurt með hvolpaaugun. Ykkar Kurt með kremhvítt hjarta.

Gleðin kemur úr maganum. Hryggðin kemur úr gallinu. Krafturinn kemur úr þjóhnöppunum. Fílunin er líkamans. Fimm núll ein mínúta af frelsun. Fimm núll einn hjúpur á skönkum. Converse All-Star undir yl. Flannel-svitalykt. Jón Ásgeir á lyftaranum. Pizza 67. 27 Club straight to Nirvana.

Takk fyrir bylgjurnar, þá og nú. Slökkvum ljósin og hossumst. Fyrir frelsun magans, fyrir frelsun manns-magans. kv. Þín kynslóð.

Other Episodes

Episode 0

July 16, 2021 01:19:31
Episode Cover

Nessun Dorma - Hetja sigrar

Milljónir manna, milljónir sagna, tjöld máluð í litbrigðum jarðarinnar, sól á himni, hveiti á akri. Og stígvélið sparkar í knöttinn á miðjarðarhafi sagna, valda,...

Listen

Episode

September 13, 2024 01:31:43
Episode Cover

Exit Music (For a Film) - Hjarta hjartans

Radiohead - Exit Music (For a Film) Himininn yfir París. Þrútið var loft og þungur sjór. Tæring þess tærasta. Annó erótíka. Þú ert steindautt...

Listen

Episode

June 22, 2018 00:55:46
Episode Cover

Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla

Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að...

Listen