Milljónir manna, milljónir sagna, tjöld máluð í litbrigðum jarðarinnar, sól á himni, hveiti á akri. Og stígvélið sparkar í knöttinn á miðjarðarhafi sagna, valda, átaka og ástríðna. Ítalía. Legíónur Sesars, drottnarar veraldar á tímum biblíusagna, meitlaðir hermenn og mömmustrákar olíu og hveitis. Verdi, Puccini, pússuð stígvél og strimlaskegg. Sigur, deiling, drottnun. La Scala á öðrum skala en Aðalstræti 10. La Scala á öðrum skala en kornhlöður þessarar veraldar. La Scala, kornhlaða mannsandans, hin eina sanni, stóri umvefjandi gimsteinn alls mannslegs skala. La Scala og Viceroy fliss Hemma Gunn. Það er kalkúnn í matinn, það er reyktur svínabógur í matinn, það eru sólþurrkaðar ansjósur bornar fram í sundlaugum 500 fermetra Stigahlíða-halla. Það eru beinar útsetningar, það eru föll járntjalda, það er fall fasisma og upprisa rómantíkur á nýjum skala. Gervihnettir svífa um á sporbaugum sínum og senda hrafntinnusvartar augabrúnir í kvarz-steinuð hús þessarar veraldar. Tjöldin eru máluð, á himni sindra stjörnur, þar til dagur rís, þar til dagur rís og hetjan sigrar. Í milljónasta sinn, ávallt á nýjum skala.
Alanis Morissette - Ironic Ottawa. Sleðaferð. Þreföld ógn. Flannel. Cadillac Eldorado. Gleðin er endalaus. Kakó í lokin. Atlantis týndist. Alanis líka. Hún var gerð...
Fáið ykkur hálft kíló af saltlakkrís, tvo lítra af froðubjór, töluvert af sinnepssíld. Klæðið ykkur í cowboy-buxur eða klæðið ykkur úr öllu. Nú verður...
Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum...