Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla

June 22, 2018 00:55:46
Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla
Fílalag
Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla

Jun 22 2018 | 00:55:46

/

Show Notes

Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að ráða við stóra fiska í íslenskri poppsögu eins og Eyjólf Kristjánsson og Björn Jörund. En viti konur. Hér eru þeir fílaðir báðir í einu.
Það er komið að því að fíla Álfheiði Björk. Þessi Broadway í Ármúla negla frá sléttri níu, er ærandi, gírandi og afhjúpandi. Álfheiður Björk er eitt af þessum lögum sem verður jafnvel betra ef það er öskursungið af tómatsósurauðu fólki í eftirpartíi. James Bond hafði leyfi til að drepa. Álfheiði Björk má fíla.
Hér er þetta allt saman tekið fyrir. Strípurnar á Eyfa, stóru vestin, sperringur Jörunds, tíkallasímarnir og töfrarnir. Spennið á ykkur fílunar-beltin. It’s time for take-off.

Other Episodes

Episode

September 07, 2018 00:49:57
Episode Cover

I Wanna Be Adored – Ljónið öskrar

Hafið þið verið að fíla Liam Gallagher á netinu? Hafið þið verið að rifja upp 90s fílinginn, anorakkana, sólgleraugun og brit-pop-strigakjaftinn? Gleymið öllu sem...

Listen

Episode 0

January 29, 2021 00:56:03
Episode Cover

Blister in the Sun - Graftarkýlið sem sprakk út

Violent Femmes - Blister in the Sun Fyrsta lag á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Violent Femmes er þeirra stærsta lag. Það heitir Blister in the...

Listen

Episode 0

December 22, 2019 01:06:13
Episode Cover

Stanslaust stuð - Glimmer á lifrapylsu

Páll Óskar - Stanslaust stuð Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur...

Listen