Righteous Brothers – Unchained Melody
Hvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að rísa.
Spanið er gríðarlegt. Hér er stiginn rússneskur ballet í bland við amerískan babtista-skjálfta. Allt er undir. Allt vinnst. Í Unchained Melody leysist allur mannsandinn úr læðingi.
Unchained Melody er gjöf. Við þiggjum. Við fílum.
p.s. athugið að í þættinum var að hluta til notast við ranga útgáfu af æviágripi Hy Zarets, textahöfundar lagsins, og hann sagður hafa lært verkfræði. Hið rétta er að hann lærði lögfræði.
Úr gullkistu FílalagsAnyone Who Had a Heart – Dusty Springfield New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva...
Radiohead - Exit Music (For a Film) Himininn yfir París. Þrútið var loft og þungur sjór. Tæring þess tærasta. Annó erótíka. Þú ert steindautt...
Cypress Hill - I Wanna Get High Það er komið að skoti úr bongóinu. Hér er um negul-neglu að ræða. Kúbversk-mexíkönsku-amerísku á-skala-við-Billy-Joel-seljandi gangsterarnir frá...