Righteous Brothers – Unchained Melody
Hvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að rísa.
Spanið er gríðarlegt. Hér er stiginn rússneskur ballet í bland við amerískan babtista-skjálfta. Allt er undir. Allt vinnst. Í Unchained Melody leysist allur mannsandinn úr læðingi.
Unchained Melody er gjöf. Við þiggjum. Við fílum.
p.s. athugið að í þættinum var að hluta til notast við ranga útgáfu af æviágripi Hy Zarets, textahöfundar lagsins, og hann sagður hafa lært verkfræði. Hið rétta er að hann lærði lögfræði.
The Supremes – Stop! In The Name of Love Hættu öllu sem þú ert að gera. Hættu að hugsa það sem þú varst að...
Sugababes – Freak Like MeÞað er komið að því að kafa ofan í popptíví-árin. Þegar popptónlist innihélt ekki siðferðisleg skilaboð. Sugababes komu frá London...
Small Faces - Itchycoo Park Hoppum og skoppum í gegnum blómagarðinn með litlar sólhlífar og gúrkusamlokur í maganum eins og í bók eftir Thackeray...