Fix You – Alheimsfixið

April 05, 2019 00:58:24
Fix You – Alheimsfixið
Fílalag
Fix You – Alheimsfixið

Apr 05 2019 | 00:58:24

/

Show Notes

Coldplay – Fix You
Rétt eins og stýrikerfið á tölvunni þinni er með „settings” eða „preferences”, þá hefur hinn hlutlægi heimur einnig stillingar. Og í dag er hin vestræna veröld stillt inn á afstæðishyggju, trúleysi og dýrkun á einstaklingnum. Í því felst að ekkert er réttara en annað eða fegurra en annað. Þetta er póst-módern stilling. Og það er í sjálfu sér ekkert að henni.

En hin vestræna veröld er samt ekki jafn afstæð og við höldum í fyrstu. Hún er líka með stillingar sem leyfir ákveðnum öflum að koma í stað trúarvalds. Í innbyggðum stillingum nútímans virðist sem að leyfilegt sé að hleypa einni angló-saxneskri strákagítarhljómsveit inn í alhygðar-samtalið á um það bil tveggja áratuga fresti.
Coldplay er þetta afl. Hin óstuðandi andlega nærvera sem líknar. Arftaki U2 sem mannelskandi, transpólitíska sameiningaraflið sem jafnt fasteignasalar sem frumulíffræðingar hlusta á undir stýri og gráta við á leið heim úr vinnunni eftir erfiðan dag.
Coldplay gefur skammtinn. Coldplay gefur fixið. Við erum pelabörn.

Other Episodes

Episode

January 19, 2017 00:38:32
Episode Cover

Give it away – Red Hot Upphitun

Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags...

Listen

Episode 0

January 22, 2021 01:07:37
Episode Cover

Da Funk - Skothelt, skyggt gler

Daft Punk - Da Funk Endurtekningin. Lífsleiðinn. Gljáinn. Feimnin, friggðin, nostalgían. Jökullinn hopar. Evrópa ropar. Sykurpúðar, stúdíólúðar, Christian Dior blússur liggja eins og hráviði...

Listen

Episode

April 06, 2018 00:58:35
Episode Cover

Hey Jude – Bítlað yfir sig

Samfélagið er uppfullt af fólki með Bítlana á heilanum. Fólk sem þylur upp nöfnin á hljóðversplötunum í tíma og ótíma, les þykka bítladoðranta og...

Listen