Wild World - Genakokteill allrar eilífðar

June 05, 2020 00:50:17
Wild World - Genakokteill allrar eilífðar
Fílalag
Wild World - Genakokteill allrar eilífðar

Jun 05 2020 | 00:50:17

/

Show Notes

Cat Stevens - Wild World

Í hvítri mussunni stígur hann á Ibiza-sprekið og klórar sér snöggt kafloðnum maganum. Steven Demetre Georgiou, einnig þekktur sem Cat Stevens, einnig þekktur sem Ysuf Islam, var einn heitasti lagahöfundur og söngvari sjöunnar. Allt sem hann gerði á árunum upp úr 1970 breyttist í gull, og það sem meira, það eldist vel.

Stevens tókst það sem afar fáum hefur tekist. Plöturnar hans minna jafn mikið á kynlíf eins og þær minna á námskeið í hekli. Hann keyrði á bókasafnsgreddu, skandinavískri kókaínorku. Stevens, sem er hálfur Svíi og hálfur Grikki, alinn upp í London, bjó til ómótstæðilegan kokteil sálar- og þjóðlagatónlistar. Hann var fær söngvari, fær höfundur og að auki var hann stúdíó-rotta.

Í dag er hann þekktur sem Yusuf Islam - en allt meikar þetta sens ef athyglinni er beint að því hversu mörg hráefni er í raun að finna í Kettinum - og hversu vel þau eru hrist saman. 

Högni Stefáns, gjörið svo vel.

Other Episodes

Episode

November 27, 2015 01:30:29
Episode Cover

Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka

Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...

Listen

Episode

July 28, 2017 00:49:37
Episode Cover

Arthur’s Theme – Gasið sem sefar

Ameríkanar elska skammstafanir. Loftkæling er til dæmis aldrei kölluð annað en A/C (ei-sí), sem er skammstöfun fyrir air-conditioning. AC er svo líka notað sem...

Listen

Episode 0

July 09, 2021 01:19:31
Episode Cover

Love - Eggjarauðan sem aldrei eyðist

John Lennon - Love Það er ekki bara Brimborg sem er öruggur staður til að vera á heldur líka innsta hólf í innstu kistu...

Listen