Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar

June 28, 2019 00:44:42
Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar
Fílalag
Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar

Jun 28 2019 | 00:44:42

/

Show Notes

Úr gullkistu Fílalags
Anyone Who Had a Heart – Dusty Springfield

New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva í plussið. Slaki í öxlum. Nagandi ótti í brjóstum.
Flygill á fimmtugustu hæð. Aska í bakka. Teppi á gólfum. Teppi á veggjum. Teppi á innanverðum heilahvelum. Teppalagðar taugar, teppalagðar kransæðar. Allt er teppalagt nema hjartað. Það stendur nakið, til sýnis í ýlfrandi pússuðum búðarglugga á Fimmtutröð.

Allir hljóta að sjá það. Sérhver lifandi vera sér ástarglampann í augum stúlkunnar. Nema hann. Brotið hjarta. Saxófónsóló í höfðinu. All nite diner depurð fegurð.

Burt og Dusty. Takk!

Other Episodes

Episode 0

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony - Að fasa út sársaukann

The Verve - Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen

Episode

March 10, 2017 01:00:19
Episode Cover

I Got You Babe – LA beibs og draumur innflytjandans

Skellum okkur til ársins 1965. Unglingarnir keyrðu um á stórum bensíndrekum. Kalifornía var troðin af bjartsýnu fólki. Allir með sólgleraugu og góðar tennur. Þetta...

Listen

Episode 0

July 17, 2020 00:54:45
Episode Cover

Roar - Kona öskrar

Katy Perry - Roar Úr valdamesta landinu, farsælasta ríkinu, undan menningarheimi útbreiddustu trúarbragðanna, með öguðustu aðferðafræðinni, stendur hún á alstærsta sviðinu. Og öskrar! Katy...

Listen