Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar

June 28, 2019 00:44:42
Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar
Fílalag
Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar

Jun 28 2019 | 00:44:42

/

Show Notes

Úr gullkistu Fílalags
Anyone Who Had a Heart – Dusty Springfield

New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva í plussið. Slaki í öxlum. Nagandi ótti í brjóstum.
Flygill á fimmtugustu hæð. Aska í bakka. Teppi á gólfum. Teppi á veggjum. Teppi á innanverðum heilahvelum. Teppalagðar taugar, teppalagðar kransæðar. Allt er teppalagt nema hjartað. Það stendur nakið, til sýnis í ýlfrandi pússuðum búðarglugga á Fimmtutröð.

Allir hljóta að sjá það. Sérhver lifandi vera sér ástarglampann í augum stúlkunnar. Nema hann. Brotið hjarta. Saxófónsóló í höfðinu. All nite diner depurð fegurð.

Burt og Dusty. Takk!

Other Episodes

Episode

November 20, 2015 00:36:40
Episode Cover

Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“

Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials? Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur. Er það Under the Bridge?...

Listen

Episode 0

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony - Að fasa út sársaukann

The Verve - Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen

Episode 0

February 05, 2021 00:54:45
Episode Cover

Fourth Rendez-Vous - Til stjarnanna

Jean-Michel Jarre - Quatrième Rendez-vous Belgískur milljónamæringur stígur um borð í einkaþotu. Kona með áhyggjufulla rödd segir frá siðferðislegum álitamálum í tengslum við loðdýrarækt....

Listen