Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap
Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við erum ekki heimsmeistarar í norpi, niðurrifi og bugun. Það eru að minnsta kosti aðrir keppendur á þeim ólympíuleikum og sumir af bestu leikmönnunum koma frá Skotlandi.
Þess vegna er Skotland æðislegt. Það er gráasta lifrarpylsan á markaðnum og ekkert skapar jafn skemmtilegan kontrast og þegar grá lifrarpylsa hnykkir sér til og frá í seiðandi búgí-vúgí takti.
Belle & Sebastian er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags, sem tekinn var upp í lifandi flutningi frammi fyrir þyrstri hjörð. Hér var tekið á öllum mikilvægustu málunum. Kaffibarþjónsþrotinu, Amelie-toppnum og rúnkminni langveikra. En fyrst og fremst var þetta fílingur. Njótið.
Shaggy - Boombastic Svalur andvari. Honda Civic keyrir eftir Grensásvegi. Lítil sólgleraugu, hátt orkustig. Shaggy heyrist í útvarpinu. Allir fíla. Sumir halda að þetta...
X-kynslóðin færði okkur meira en gröns og perlandi e-pillu-svita. X-arar höfðu líka á sér fágaðari hliðar, eins og gengur. Á árunum í kringum 1990...
Roger Miller - King of the Road Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út...