The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)

September 13, 2019 01:00:58
The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)
Fílalag
The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)

Sep 13 2019 | 01:00:58

/

Show Notes

Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap

Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við erum ekki heimsmeistarar í norpi, niðurrifi og bugun. Það eru að minnsta kosti aðrir keppendur á þeim ólympíuleikum og sumir af bestu leikmönnunum koma frá Skotlandi.

Þess vegna er Skotland æðislegt. Það er gráasta lifrarpylsan á markaðnum og ekkert skapar jafn skemmtilegan kontrast og þegar grá lifrarpylsa hnykkir sér til og frá í seiðandi búgí-vúgí takti.

Belle & Sebastian er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags, sem tekinn var upp í lifandi flutningi frammi fyrir þyrstri hjörð. Hér var tekið á öllum mikilvægustu málunum. Kaffibarþjónsþrotinu, Amelie-toppnum og rúnkminni langveikra. En fyrst og fremst var þetta fílingur. Njótið.

Other Episodes

Episode

January 19, 2017 00:38:32
Episode Cover

Give it away – Red Hot Upphitun

Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags...

Listen

Episode

July 22, 2016 01:02:15
Episode Cover

Born Slippy .NUXX – Smyrjið glow-stick kvoðu á heilann

Takið fram glowstick vörur. Litið líkama ykkar í neonlitum. Setjið á ykkur ljótan veiðihatt. Klæðist peysu. Hringið í versta fólk sem þið þekkið. Takið...

Listen

Episode 0

November 29, 2019 00:53:29
Episode Cover

Bitter Sweet Symphony - Að fasa út sársaukann

The Verve - Bitter Sweet Symphony Eitt stærsta lag allra tíma. 1997. Manchester-drjólar að gefa hann góðan. Stórir leðurjakkar. Alkólíseraðir tónlistarblaðamenn, skrjáfandi þunnir, skrifandi...

Listen