Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap
Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við erum ekki heimsmeistarar í norpi, niðurrifi og bugun. Það eru að minnsta kosti aðrir keppendur á þeim ólympíuleikum og sumir af bestu leikmönnunum koma frá Skotlandi.
Þess vegna er Skotland æðislegt. Það er gráasta lifrarpylsan á markaðnum og ekkert skapar jafn skemmtilegan kontrast og þegar grá lifrarpylsa hnykkir sér til og frá í seiðandi búgí-vúgí takti.
Belle & Sebastian er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags, sem tekinn var upp í lifandi flutningi frammi fyrir þyrstri hjörð. Hér var tekið á öllum mikilvægustu málunum. Kaffibarþjónsþrotinu, Amelie-toppnum og rúnkminni langveikra. En fyrst og fremst var þetta fílingur. Njótið.
Fílalag eyðir tíma í grunnbúðunum í þætti dagsins. Velvet Underground. Pale Blue Eyes. Hér er farið yfir hvað var í gangi í New York...
Extreme – More Than Words Everly Brothers sönnuðu það á sínum tíma að það er hægt að bora ansi mikið inn í kvikuna með...
Loreen - Euphoria Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað...