The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)

September 13, 2019 01:00:58
The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)
Fílalag
The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)

Sep 13 2019 | 01:00:58

/

Show Notes

Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap

Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við erum ekki heimsmeistarar í norpi, niðurrifi og bugun. Það eru að minnsta kosti aðrir keppendur á þeim ólympíuleikum og sumir af bestu leikmönnunum koma frá Skotlandi.

Þess vegna er Skotland æðislegt. Það er gráasta lifrarpylsan á markaðnum og ekkert skapar jafn skemmtilegan kontrast og þegar grá lifrarpylsa hnykkir sér til og frá í seiðandi búgí-vúgí takti.

Belle & Sebastian er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags, sem tekinn var upp í lifandi flutningi frammi fyrir þyrstri hjörð. Hér var tekið á öllum mikilvægustu málunum. Kaffibarþjónsþrotinu, Amelie-toppnum og rúnkminni langveikra. En fyrst og fremst var þetta fílingur. Njótið.

Other Episodes

Episode 0

October 15, 2020 01:05:01
Episode Cover

Vanishing act - Við skolt meistarans

Fílabeinskistan - FílalagGull™ Lou Reed - Vanishing Act Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður...

Listen

Episode 0

May 15, 2020 01:33:04
Episode Cover

Heart of Glass - Óbrjótandi, óþrjótandi kúl

Blondie - Heart of Glass New York. Rottur. Pizzukassar. Ljósmyndarar. Leðurjakkar.. Brunastigar. Rafgítarar. Trommuheilar. Þröngir kjólar. Strigaskór. Kalkúnasamlokur. Platínugyllt hár. Gulir leigubílar. Stressaðir endurskoðendur. ...

Listen

Episode

February 08, 2019 01:10:13
Episode Cover

Blue Velvet – Ég er einn og það er vont

Bobby Vinton – Blue Velvet Bobby Vinton, pólsk-ameriski prinsinn. Myrkrið, mýktin, rafmögnun flauelsins. Sveppaský í bakgrunni. Ofbeldi í lofti. Einu sinni var. Mannslíkaminn.Húsasund í...

Listen