Euphoria - Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður

December 11, 2020 00:57:38
Euphoria - Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður
Fílalag
Euphoria - Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður

Dec 11 2020 | 00:57:38

/

Show Notes

Loreen - Euphoria

Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað í skálar í húsi í Kórahverfinu. Evrópa, ertu vakandi, Evrópa, sefur þú?

Gervisnjókornavél er flutt með FedEx sendibíl. Bílstjórinn hlustar á fréttastúf um kjaraviðræður. Himnar opnast og sól lemur sig niður í stöfum. Áætlun KLM flugfélagsins er 100%. Við Miðjarðarhaf snýr kona sér við á sólbekk. Í höfninni í Ódessu eru þotulúðrar þeyttir. Evrópa, sefur þú?

Pleður. Sokkur í klofi. Söngur fuglanna í trjánum. Orka vorsins. Maníugul geðdeildarorka vorsins. Hvítir mittisjakkar. Helmut Kohl slær badminton-flugu í flöktandi birtu. Heitur koss í köldum undirgöngum. Blossi næturinnar, blikið við enda hafsins, þögnin, alsælan, Evrópa að eilífu.

Other Episodes

Episode

October 25, 2019 00:51:10
Episode Cover

Alone Again Naturally – Að finna botninn

Alone Again Naturally – Gilbert ‘O Sullivan Strappið á ykkur væmna leðurtösku. Ræsið Volkswagen bjölluna á köldum vetrarmorgni. Það er sjöa. Öllum er kalt....

Listen

Episode

February 01, 2019 00:49:51
Episode Cover

Chase the Devil – Skrattinn og Sogæðakerfið

Max Romeo – Chase the Devil Hvað gerir maður gegn djöflinum? Ef hann hittir hann einn á túni til dæmis? Hvað gerir hann? Segir...

Listen

Episode

June 14, 2024 01:19:55
Episode Cover

Way Down We Go - Djöfullinn á hringtorginu

Kaleo - Way Down We Go Kjúklingabringurnar eru lentar á eldhúsbekknum, kaldar og blautar í frauðplastbökkum. Þær smokra sér úr plastinu eins og geimverur...

Listen