The Modern Lovers – Roadrunner
Hvað er betra en hundur sem gægist út um bílrúðu með tunguna úti? Stemningslega séð? Ekkert. Jonathan Richman og hljómsveit hans, Aðdáendur nútímans, voru samt nokkuð nærri því í lagi sínu Roadrunner. Þeir eru gjörsamlega hunda-stemmdir í þessari prótó-pönk ljóðrænu skyldufílunar neglu frá 1973.
Lagið, sem fjallar um úthverfamenningu í Bandaríkjunum, er fastur og þéttur ástaróður með tunguna úti. Allir eru í fíling, keyrandi um, með útvarpið í botni, allar rúður skrúfaðar niður.
Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta...
Elton John - Goodbye Yellow Brick Road Árið er 1973. Kynóðir Jesúsar safna krökkum upp í Volkswagen rúgbrauð og keyra til fjalla. Djúpgul skotveiðisólgleraugu...
„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem...