Summer In The City – Bartar, hiti

April 26, 2019 00:46:26
Summer In The City – Bartar, hiti
Fílalag
Summer In The City – Bartar, hiti

Apr 26 2019 | 00:46:26

/

Show Notes

The Lovin’ Spoonful – Summer in the City

Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum.

Er hægt að ímynda sér heitari kjarnaorku en sjóðheitan júlídag á miðri Manhattan í miðri sexunni? Heimsveldið með allt í botni. Heraflar á hreyfingu í Asíu. Bílar að spýtast út úr verksmiðjum í Detroit. Bráðnandi Hershey kossar í vösum. Skrifstofukonur í stuttum kjólum að hoppa á milli skugga með svitadropa á enni. Byggingarverkamenn með loftpressu. Loftpressa í höfði allra. Hippar á rúgbrauði með vélindabakflæði af stemningu. Bítnikkar með alpahúfur að öskra á brúnan múrsteinsvegg.

Það er sumar. Það er city. Það er sumar. Það er city.

Fílið.

Other Episodes

Episode

March 18, 2016 01:27:25
Episode Cover

Trans Europe Express – Stunde Null

Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag...

Listen

Episode

June 13, 2016 00:31:53
Episode Cover

Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur

Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug...

Listen

Episode

June 20, 2014 00:38:04
Episode Cover

Daniel – Teppalagning úr Sjöunni

Grafið er í fílabeinskistuna og gullmoli sóttur. Umfjöllun um eina torræðustu teppalagningu allra tíma. Daniel. Lagið fjallar um Víetnam-hermann, þó það komi hvergi fram...

Listen