The Lovin’ Spoonful – Summer in the City
Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum.
Er hægt að ímynda sér heitari kjarnaorku en sjóðheitan júlídag á miðri Manhattan í miðri sexunni? Heimsveldið með allt í botni. Heraflar á hreyfingu í Asíu. Bílar að spýtast út úr verksmiðjum í Detroit. Bráðnandi Hershey kossar í vösum. Skrifstofukonur í stuttum kjólum að hoppa á milli skugga með svitadropa á enni. Byggingarverkamenn með loftpressu. Loftpressa í höfði allra. Hippar á rúgbrauði með vélindabakflæði af stemningu. Bítnikkar með alpahúfur að öskra á brúnan múrsteinsvegg.
Það er sumar. Það er city. Það er sumar. Það er city.
Fílið.
Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í...
Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við...
Paul Simon var týndur í áttunni. Hann ráfaði um götur New York í stórum blazer-jakka og hugsaði um sína aumu tilvist. Jú, vissulega naut...