Jennifer Lopez – Love Don’t Cost a Thing
Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar, naflalokkar, allt í gangi. Og drottningin, sem var reyndar stærri en þetta allt. Jennifer. Úr hverfinu, bronsuð úr Bronxinu.
Hápunkturinn var í kringum 2001. Þegar hún stytti nafn sitt í J.Lo og gaf út samnefnda plötu. Þá kom “Love Don’t Cost a Thing” út. Ástin er ókeypis. En allt hitt kostar. Bílar, skartgripir, merkjaföt. Það var nóg til.
Hlustið. Fílið.
Avril Lavigne - Sk8er Boi Opnaðu ferska dós af tennisboltum (já, tennisboltar eru seldir í dósum og þær opnast með flipa eins og gosdósir...
Ben E. King - Stand By Me Viltu vera konungur, en finnst of mikið vesen að gera uppreisn og drepa gamla kónginn? Viltu vera...
Master KG ásamt Nomcebo - Jerusalema Vírusinn herjar. Ekki bara þessi kórónajakkafataklæddi heldur líka annar og skæðari. Dansfár sækir að heimsbyggðinni. Við erum ekki...