Jennifer Lopez – Love Don’t Cost a Thing
Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar, naflalokkar, allt í gangi. Og drottningin, sem var reyndar stærri en þetta allt. Jennifer. Úr hverfinu, bronsuð úr Bronxinu.
Hápunkturinn var í kringum 2001. Þegar hún stytti nafn sitt í J.Lo og gaf út samnefnda plötu. Þá kom “Love Don’t Cost a Thing” út. Ástin er ókeypis. En allt hitt kostar. Bílar, skartgripir, merkjaföt. Það var nóg til.
Hlustið. Fílið.
VM-Holdet & Dodo – Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á...
Fílalag er komið aftur úr fimm vikna vorfríi og kemur aftur með krafti. Þar sem fílalag er alltaf sent út á föstudögum var löngu...
Duran Duran – Rio Gestófíll: Gunnar “Taylor” Hansson Núna hellum við okkur út í þetta. Takið fram mittissíðu smókingjakkana með uppbrettu ermarnar, blásið hárið,...