Tom Petty & The Heartbreakers – American Girl
Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef hjartað er á réttum stað þarf þetta ekki að vera flókið. Bara klæða sig í gallajakka, strappa á sig Rickenbacker og tengja sig inn í strauminn.
Tom Petty er stóri galdurinn í músíkinni. Risastór hamfarakrókódíll sem náði að sameina rokk – nánast pönkað púlkjuðarokk – við þjóðlagatónlist og djúpa textasmíð – en samt koma þessu öllu í poppbúning og selja milljónir platna. Og þetta gerði hann þó hann liti alla tíð út eins og fuglahræða. Og þetta gat hann því allan tímann brann sólarkjarnaheitur eldur inn í honum. Og það er eldurinn sem heyrist í laginu sem kom Petty á kortið. Lagið um amerísku stúlkuna.
Og hver er sú bandaríska? Við munum aldrei vita það. Við vitum bara að eldurinn brann líka í henni. Og þetta er heitur eldur. Til samanburðar þá er eldurinn sem brennur í Bruce Springsteen dísilolíueldur, seigur og síheitur. En eldur gallabuxnaprinsins frá Gainesville er óræðari enda er eldsneytið niðurbrædd hjartafita. Slíkur eldur brennir á óskilgreindan hátt. Þið skiljið sem viljið skilja.
En allir munu fíla.
Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...
Hvað getur maður sagt um R.E.M? Eitt mesta cross-over band allra tíma. Fór frá því að vera þunglyndismúsík fyrir holuhassreykjandi lopapeysulið frá Portland, Oregon...
The Left Banke - Walk Away Renée Glimrandi unglingar, tærir en tjúllaðir, nýbúnir að ljúka upp gáttinni að undrum klassískrar tónlistar, búnir spjótum og...