American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga

April 19, 2019 01:09:08
American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga
Fílalag
American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga

Apr 19 2019 | 01:09:08

/

Show Notes

Tom Petty & The Heartbreakers – American Girl


Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef hjartað er á réttum stað þarf þetta ekki að vera flókið. Bara klæða sig í gallajakka, strappa á sig Rickenbacker og tengja sig inn í strauminn.

Tom Petty er stóri galdurinn í músíkinni. Risastór hamfarakrókódíll sem náði að sameina rokk – nánast pönkað púlkjuðarokk – við þjóðlagatónlist og djúpa textasmíð – en samt koma þessu öllu í poppbúning og selja milljónir platna. Og þetta gerði hann þó hann liti alla tíð út eins og fuglahræða. Og þetta gat hann því allan tímann brann sólarkjarnaheitur eldur inn í honum. Og það er eldurinn sem heyrist í laginu sem kom Petty á kortið. Lagið um amerísku stúlkuna.

Og hver er sú bandaríska? Við munum aldrei vita það. Við vitum bara að eldurinn brann líka í henni. Og þetta er heitur eldur. Til samanburðar þá er eldurinn sem brennur í Bruce Springsteen dísilolíueldur, seigur og síheitur. En eldur gallabuxnaprinsins frá Gainesville er óræðari enda er eldsneytið niðurbrædd hjartafita. Slíkur eldur brennir á óskilgreindan hátt. Þið skiljið sem viljið skilja.

En allir munu fíla.

Other Episodes

Episode 0

April 29, 2022 01:36:34
Episode Cover

Strönd og stuð! - Good Vibrations

Rafbylgjur smjúga í gegnum þunna gifsveggi. Brunabíll keyrir í útkall. Í höfuðkúpu er haldin veisla. Húlahringir orbita áreynslulaust. Pabbi skammar. Stanislav nágranni er sendur...

Listen

Episode

February 12, 2016 01:26:07
Episode Cover

Hungry Heart – Glorhungrað hjarta

Að vera svangur er mannlegasta lífsreynsla sem til er. Það hafa allir gengið í gegnum það og því geta fylgt gríðarlegar tilfinningar. Að vera...

Listen

Episode 0

August 27, 2021 00:54:56
Episode Cover

Let's Spend the Night Together - Brokkið ykkur

Rolling Stones - Let's Spend the Night Together Farið inn í föðurhúsin, undir loðfeldinn, inn í merginn, inn í kjarnsýruna og marinerið ykkur þar...

Listen