American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga

April 19, 2019 01:09:08
American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga
Fílalag
American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga

Apr 19 2019 | 01:09:08

/

Show Notes

Tom Petty & The Heartbreakers – American Girl


Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef hjartað er á réttum stað þarf þetta ekki að vera flókið. Bara klæða sig í gallajakka, strappa á sig Rickenbacker og tengja sig inn í strauminn.

Tom Petty er stóri galdurinn í músíkinni. Risastór hamfarakrókódíll sem náði að sameina rokk – nánast pönkað púlkjuðarokk – við þjóðlagatónlist og djúpa textasmíð – en samt koma þessu öllu í poppbúning og selja milljónir platna. Og þetta gerði hann þó hann liti alla tíð út eins og fuglahræða. Og þetta gat hann því allan tímann brann sólarkjarnaheitur eldur inn í honum. Og það er eldurinn sem heyrist í laginu sem kom Petty á kortið. Lagið um amerísku stúlkuna.

Og hver er sú bandaríska? Við munum aldrei vita það. Við vitum bara að eldurinn brann líka í henni. Og þetta er heitur eldur. Til samanburðar þá er eldurinn sem brennur í Bruce Springsteen dísilolíueldur, seigur og síheitur. En eldur gallabuxnaprinsins frá Gainesville er óræðari enda er eldsneytið niðurbrædd hjartafita. Slíkur eldur brennir á óskilgreindan hátt. Þið skiljið sem viljið skilja.

En allir munu fíla.

Other Episodes

Episode

June 08, 2018 01:06:46
Episode Cover

Easy – Eðlur. Tunnur. Easy.

Kjöt hægeldast. Svitadropar merlast á pensilstrokuyfirvaraskeggjum. Afró gljáir. Það eru allir góðir. Þetta er easy. Alabama-kóngar í Los Angeles. Sólrík sjöa. Allt í gangi....

Listen

Episode 0

June 05, 2020 00:50:17
Episode Cover

Wild World - Genakokteill allrar eilífðar

Cat Stevens - Wild World Í hvítri mussunni stígur hann á Ibiza-sprekið og klórar sér snöggt kafloðnum maganum. Steven Demetre Georgiou, einnig þekktur sem...

Listen

Episode 0

November 15, 2019 00:50:08
Episode Cover

Oh What A Night (December '63) - Kransæðarfílingur

Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og...

Listen