Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu

December 22, 2019 01:06:13
Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu
Fílalag
Stanslaust stuð – Glimmer á lifrapylsu

Dec 22 2019 | 01:06:13

/

Show Notes

Páll Óskar – Stanslaust stuð

Þá kom loksins að því. Páll Óskar, maður fólksins, var fílaður í strimla frammi fyrir lýðnum. Ekkert passar betur fyrir Palla-fílun en múgur og margmenni. Músík Páls Óskars er músík fólksins. Sá Íslendingur sem ekki hefur maukfílað Palla er með ruslafötu í stað hjarta.

Palli breytti Íslandi. Hann setti glimmer á lifrapylsuna. Ef ekki væri fyrir hann þá væri Ísland fábreytilegra, fordómafyllra og leiðinlegra. Við værum öll fátækari.

Í þættinum er farið hratt yfir sögu en þó af miklum ákafa. Ferill Palla er langur og þar er margt býsna óvænt að finna. Svo er athyglinni beint að laginu góða og hinu íslenska “stuði”, sem er margslungið og merkilegt fyrirbæri.

Other Episodes

Episode

March 25, 2016 00:52:59
Episode Cover

Into The Mystic – Lag sem hefur allt

Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem...

Listen

Episode 0

July 03, 2020 00:54:23
Episode Cover

Everybody Wants to Rule the World - Tvö skott, miskunnarleysi, náungakærleikur er fyrir aumingja

Tears for Fears - Everybody Wants to Rule the World Charles Chaplin bítur í grænt epli í útlegð sinni í Manoir de Ban við...

Listen

Episode

February 19, 2016 00:45:16
Episode Cover

Time Of The Season (LIVE á Húrra) – Sexí nördar

The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli...

Listen