Sister Golden Hair - Filter Última

November 06, 2020 00:52:48
Sister Golden Hair - Filter Última
Fílalag
Sister Golden Hair - Filter Última

Nov 06 2020 | 00:52:48

/

Show Notes

America - Sister Golden Hair

Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge.

Kjallarinn í botlanganum. Þurrt hár. Þurr kynging. Klístraðir lófar. Panilklæddir veggir, panilklæddir bílar, panilklædd samviska þjóðar.

Beltissylgja spennt. Nál stillt. Fótur á pedal. Skyggð gleraugu á grímu. Gullslegin tálsýn í farþegasætinu. Er hún til eða er hún rúnkminnisplakat við höfðagaflinn? Það er partí í botlanganum og þú flýtur niður ristilinn, niður Ho Chi Minh fljótið, niður í trekt síðsíkadelíunnar þar sem þú ert gripinn af þægilegri pepsí-auglýsingu.

Allt er gult. Allt er djúp-, brún- vaselínmóðað af gulsku, af gæsku og illsku. Systir! Fæ ég að heyra það einu sinni? Systir, fæ ég að heyra það tvisvar?

Systir. Gullslegið. Hár.

Þetta var draumur og 360 milljónir dreyma hann allan daginn, alla daga og það er þægilegt og það er ægilegt.

Other Episodes

Episode

September 18, 2015 00:42:36
Episode Cover

Síðan hittumst við aftur – Helgi Björns og vatnstankurinn

Bergur Ebbi og Snorri Helgason taka fyrir lagið Síðan hittumst við aftur í nýjasta þætti Fílalags. Sveitaballapopp var nafn á íslenskri tónlistarstefnu sem nú...

Listen

Episode

August 25, 2017 01:19:56
Episode Cover

(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann

Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í...

Listen

Episode

July 06, 2018 01:54:08
Episode Cover

What’s Going On – Hvað er í gangi??!!

Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til...

Listen