The Best - Það allra besta

November 02, 2020 00:56:28
The Best - Það allra besta
Fílalag
The Best - Það allra besta

Nov 02 2020 | 00:56:28

/

Show Notes

Tina Turner - The Best

Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner. Sú sem snéri öllu á hvolf. Tók bresku rokk yrðlinganna og sýndi þeim hvar Davíð keypti mánaskeindan landann. Sýndi öllum hvað það er að lifa af. Sýndi öllum heiminum hvað það er að vera sigurvegari.

Hagræðipungar. Hvar sem þið eruð í veröldinni. Í timburþiljuðum LSE ráðstefnusölum, í glerklæddu Borgartúninu. Hvar sem þið gosepelið um bestun. Tina kláraði dæmið. Sú kraftmikla sagði síðasta orðið. Þið eruð best. Þú ert best. Takið þessa línu og gerið hvað sem þið viljið við hana. Þetta eru lokaorð frá Zürich. Lokaorð frá Ameríku.

Takk þið sem fylgdust með lifandi fílun frá Ásvallagötu. Þið eruð best!

Other Episodes

Episode

May 25, 2018 00:58:52
Episode Cover

Annie’s Song – Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans

Ýmislegt má veiða upp úr sjöunni, enda er hún djúp og gárug eins og seiðpottur frumskaparans. Í dag er ausan að vísu ekki látin...

Listen

Episode

October 12, 2018 00:55:34
Episode Cover

Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna

Hvernig ætli stóra ferðalagið sé? Hápunktur allrar lífsreynslu hlýtur að vera sjálf himnaförin. Að klára dæmið og sameinast alheims-andanum. En er hægt að reyna...

Listen

Episode 0

March 13, 2020 00:51:32
Episode Cover

I'm Sleeping My Day Away - Einbeittur brotavilji

D.A.D. - I'm Sleeping My Day Away Sporðdreki hríslast eftir maga á konu með mjótt mitti. Þurrt eyðimerkurlandslag. Smokkar. Rauður Winston á náttborði. Hríslandi...

Listen