Tina Turner - The Best
Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner. Sú sem snéri öllu á hvolf. Tók bresku rokk yrðlinganna og sýndi þeim hvar Davíð keypti mánaskeindan landann. Sýndi öllum hvað það er að lifa af. Sýndi öllum heiminum hvað það er að vera sigurvegari.
Hagræðipungar. Hvar sem þið eruð í veröldinni. Í timburþiljuðum LSE ráðstefnusölum, í glerklæddu Borgartúninu. Hvar sem þið gosepelið um bestun. Tina kláraði dæmið. Sú kraftmikla sagði síðasta orðið. Þið eruð best. Þú ert best. Takið þessa línu og gerið hvað sem þið viljið við hana. Þetta eru lokaorð frá Zürich. Lokaorð frá Ameríku.
Takk þið sem fylgdust með lifandi fílun frá Ásvallagötu. Þið eruð best!
Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The...
Crazy - Patsy Cline Kötturinn svífur um eldhúsið. Hárþurrkan syngur sópran inn á baði. Rafmagnslínurnar svigna milli stauranna úti á götu og spila hægan...
Skellum okkur til ársins 1965. Unglingarnir keyrðu um á stórum bensíndrekum. Kalifornía var troðin af bjartsýnu fólki. Allir með sólgleraugu og góðar tennur. Þetta...