Come on Eileen - Keltnesk krossfesting

April 16, 2021 01:08:06
Come on Eileen - Keltnesk krossfesting
Fílalag
Come on Eileen - Keltnesk krossfesting

Apr 16 2021 | 01:08:06

/

Show Notes

Dexys Midnight Runners - Come on Eileen

Fyrir þau ykkar sem hafið gengið slyddublaut inn í blokkarstigagang. Fyrir þau ykkar sem hafið stigið inn í stóran leigubíl um miðja nótt á leiðinni úr einu fokkjúi með vonda hljóðvist í það næsta. Fyrir þau ykkar sem hafið borðað grænt epli í miðju nóvemberskammdegi og fundið maga ykkar þenjast og meðvitundina fjara út.

Fyrir þau ykkar sem búið í sama hverfi og þið ólust upp í. Fyrir þau ykkar sem sjáið enn sömu grjótfúlu andlitin líða inn og út um illa lagða slyddujeppa. Fyrir þau ykkar sem standið vaktina.

Fyrir þau ykkar sem standið við sjoppuna í firðinum, með hamrandi tikkið í Essó-fánunum að baki ykkur, og öskrið orðin „Elín Helena" út í frussandi páskahretið.

Come on Eileen er fyrir ykkur.

Other Episodes

Episode 0

July 16, 2021 01:19:31
Episode Cover

Nessun Dorma - Hetja sigrar

Milljónir manna, milljónir sagna, tjöld máluð í litbrigðum jarðarinnar, sól á himni, hveiti á akri. Og stígvélið sparkar í knöttinn á miðjarðarhafi sagna, valda,...

Listen

Episode

March 22, 2019 00:53:48
Episode Cover

Marquee Moon – Glorhungur í myrkur og norp

Television – Marquee Moon Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur...

Listen

Episode 0

November 06, 2020 00:52:48
Episode Cover

Sister Golden Hair - Filter Última

America - Sister Golden Hair Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge. Kjallarinn í botlanganum. Þurrt...

Listen