Dexys Midnight Runners - Come on Eileen
Fyrir þau ykkar sem hafið gengið slyddublaut inn í blokkarstigagang. Fyrir þau ykkar sem hafið stigið inn í stóran leigubíl um miðja nótt á leiðinni úr einu fokkjúi með vonda hljóðvist í það næsta. Fyrir þau ykkar sem hafið borðað grænt epli í miðju nóvemberskammdegi og fundið maga ykkar þenjast og meðvitundina fjara út.
Fyrir þau ykkar sem búið í sama hverfi og þið ólust upp í. Fyrir þau ykkar sem sjáið enn sömu grjótfúlu andlitin líða inn og út um illa lagða slyddujeppa. Fyrir þau ykkar sem standið vaktina.
Fyrir þau ykkar sem standið við sjoppuna í firðinum, með hamrandi tikkið í Essó-fánunum að baki ykkur, og öskrið orðin „Elín Helena" út í frussandi páskahretið.
Come on Eileen er fyrir ykkur.
Bítlarnir - Norwegian Wood (This Bird Has Flown)Bob Dylan - Fourth Time Around Turnarnir tveir í sexunni voru Bítlarnir og Bob Dylan. Og það...
Tears for Fears - Everybody Wants to Rule the World Charles Chaplin bítur í grænt epli í útlegð sinni í Manoir de Ban við...
Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag...