Don’t Get Me Wrong - Hindin heilaga

November 20, 2020 01:02:13
Don’t Get Me Wrong - Hindin heilaga
Fílalag
Don’t Get Me Wrong - Hindin heilaga

Nov 20 2020 | 01:02:13

/

Show Notes

The Pretenders - Don’t Get Me Wrong

Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t Get Me Wrong” árið 1986. Þessi ameríska söngkona flutti ung til Bretlands og drakk í sig pönksenuna og stofnaði þar band sitt, sem átti eftir að verða geysivinsælt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum áður en tveir meðlimir þess létust með skömmu millibili eftir ofneyslu eiturlyfja.

En Hynde hélt áfram og átti eftir að raða inn fleiri hitturum. Meðal annars laginu sem er fílað í dag. Um er að ræða síðnýbylgjuneglu í hestamannamóts-takti með valdeflandi texta sem ærir fólk enn þann dag í dag hvort sem það er að hlusta á Útvarp Suðurland eða eitthvað annað.

Other Episodes

Episode 0

October 20, 2023 01:14:35
Episode Cover

Sing - Hjakk og spaghettí

Fjórir fölir náungar í pólóbolum. Ljótur brúnn öskubakki á borði, búinn til í leirmótun á Waldorf-skóla. Hafrakex með sultu í kvöldmat í gær. Draumkennt...

Listen

Episode

December 21, 2018 00:56:09
Episode Cover

Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt

The Pogues – Fairytale of New York Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka...

Listen

Episode

September 06, 2024 01:14:09
Episode Cover

Superstition - Hátt enni, heitt efni

Stevie Wonder - Superstition Klístrugt tyggjó undir kirkjubekk í Tannhjólaborg U.S.A. Kælt kampavín á fjallatígrisfeldi. Brynvarðir leðurjakkar og Jésúskegg. Hugsuðurinn í hillunni. Fjallabaksleið úr...

Listen