Heyr himna smiður - Miðalda-monsterið

July 31, 2020 01:34:41
Heyr himna smiður - Miðalda-monsterið
Fílalag
Heyr himna smiður - Miðalda-monsterið

Jul 31 2020 | 01:34:41

/

Show Notes


Kolbeinn Tumason & Þorkell Sigurbjörnsson - Heyr himna smiður
Árið 2018 völdu Íslendingar sitt uppáhalds tónverk í kosningu sem haldin var á vegum Ríkisútvarpsins. Niðurstaða valsins var áhugaverð þó hún hafi kannski ekki komið sérstaklega á óvart. Vinsælasta tónverk íslensku þjóðarinnar er kórverkið Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson við rúmlega 800 ára gamlan sálm Kolbeins Tumasonar. Valið kemur ekki á óvart enda er verkið víða spilað í jarðarförum og öðrum athöfnum, og þar að auki hefur það notið töluverðrar vinsælda út fyrir landsteinana. Heyrðist það meðal annars í Eurovision mynd Will Ferrel og í sjónvarpsþáttunum Handmaid's Tale auk þess sem hljómsveitin Árstíðir hefur heillað tugir milljóna með sínum flutningi.
En hvers vegna er Heyr himna smiður svona gríðarlega vinsælt? Er það fjögurra radda útsetningin, grípandi laglínan eða er það sú staðreynd að 800 ára gamall textinn er þrátt fyrir allt skiljanlegur okkur nútímafólki? Eða er það vegna þess að við erum öll undir sömu sökina seld. Við höfum öll setið á veitingastað með miðaldaþema, hvort sem það er Hrói höttur, White Castle Burgers eða hverskonar hellislaga bjórkjallari eða knæpa. Við erum öll sólgin í miðaldir. Ævintýrin, kastalasýkin, sokkabuxurnar. Í gráma þægindatilveru okkar er vart hægt að finna meiri líkn en að setja á sig plussuð hljóðdempandi heyrnartól og streyma miðöldunum inn í vitundina, mildaða niður í þriggja mínútna popplengd.
Eða er niðurstaðan bara sú að Íslendingar bara djúpfíla himnasmiðinn og um það er ekkert meira að segja. Þetta er bara pjúra fílun

Other Episodes

Episode 0

August 20, 2021 00:52:45
Episode Cover

It Ain't Over 'Til It's Over - Make-Up-Sex Möxun

Lenny Kravitz - It Ain't Over 'Til It's Over Snjáð gallabuxnaefni. Nefhringur. Skartgripir. Búdda-líkneski. Lág fituprósenta. Fender Rhodes. Haltu-mér-slepptu-mér-orka. Steinaldarmataræði. Innlit útlit í Amazon....

Listen

Episode

September 06, 2019 00:54:14
Episode Cover

Roadrunner – Stemmdur hundur

The Modern Lovers – Roadrunner Hvað er betra en hundur sem gægist út um bílrúðu með tunguna úti? Stemningslega séð? Ekkert. Jonathan Richman og...

Listen

Episode

January 26, 2019 01:06:55
Episode Cover

Common People – Nikkuspil neðan þilja (live á Kex Hostel)

Eftir næstum fimmtán ár af ströggli sló hljómsveitin Pulp í gegn. Þau komu frá Sheffield og höfðu norpað í artí nýbylgju rokk baslinu svo...

Listen