Madness - Our House
Takið rytjótt gólfteppi, nýsteikta ástarpunga, nokkur vel notuð garðáhöld, ilmvatn unglingsstúlku og gatslitinn Umbro fótbolta og skellið þessu í hakkavélina og myrjið þessu yfir ballskóna og pússið ofan í leðrið þar til þið sjáið glettið andlit ykkar birtast sem spegilmynd. Sparkið svo upp hurðinni og hoppið upp í aftursætið á Austin Mini og látið keyra ykkur á teppalagðan pöbb og spinnið ykkur í hring eftir hring eftir hring þar til æskuminningar af áhyggjuleysi og kærleika sverfa ykkur inn að beini.
Bob Dylan – Make You Feel My Love Það er erfitt að skilja Dylan. Djúpur? Já. Nóbelsverðlaunahafi? Já. En samt er hann líka bílastæða-maður....
Violent Femmes - Blister in the Sun Fyrsta lag á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Violent Femmes er þeirra stærsta lag. Það heitir Blister in the...
Það er komið að því. Fjólubláa fönkmaskínan er undir fóninum. Sex-naggurinn. Meiri brennsa. Minni sóda. This is it. Prince Rogers Nelson. En ekki bara...