Næturljóð - MA Kvartettinn
Fáni blaktir yfir Studebaker á Holtavörðuheiði. Prúðbúinn maður festir á sig skóhlífar í innbænum á Akureyri. Púrtvíni hellt í glas í reykfylltu bakherbergi á Sóleyrjargötu. Elfur tímans áfram rennur.
Þjóðin er fyrirburi í kassa. Hábeinn heppni finnur túskilding og býður öllum með sér inn í Gamla bíó. Fiskifluga suðar. Ilmandi hey í klakka. Útvarpsstjóri finnur til átta lakkplötur. Áfram hjartasárið brennur þó að héraðslæknirinn á Kópaskeri eigi meðal.
Van Morrison – Brown Eyed Girl George W. Bush í baði. Þröstur á grein. Fáviti að spóla úti á Granda. Dalalæða og derringur. Og...
Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er...
Echo and the Bunnymen voru mjóir nýbylgjurokkarar frá Liverpool. Ræfilslegir en hrokafullir töffarar í leðurjökkum með sólgleraugu og sígarettur. Er til eitthvað dásamlegra? Eitt...