John Lennon - Love
Það er ekki bara Brimborg sem er öruggur staður til að vera á heldur líka innsta hólf í innstu kistu hvelfingar grafhýsis Tútankamúns. Það er hægt að verja og það er hægt að brynverja. Og ekkert er jafn öruggt, jafn varið, jafn hugmyndafræðilega afmarkað og lagið “Love” með John Lennon.
Love Lennons er sólin á himninum, döggin á grasi að morgni, það öruggasta og tryggasta sem við eigum. Kærleikurinn svífur þarna um, ofbeldið allt um kring, en kærleikurinn svífur þarna um í eggi sínu. Brynvarinn, ryðvarinn, gegnvarinn.
Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík....
Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi....
Max Romeo – Chase the Devil Hvað gerir maður gegn djöflinum? Ef hann hittir hann einn á túni til dæmis? Hvað gerir hann? Segir...