Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar

July 02, 2021 01:19:31
Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar
Fílalag
Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar

Jul 02 2021 | 01:19:31

/

Show Notes

Bee Gees - Heartbreaker

Saga Bee Gees er Sagan með stóru S-i og greini. Saga þjóðflutninga, saga efnahagsþrenginga, hæstu hæða, dýpstu dala. Elsta saga í heimi. Fyrsta Mósebók, fjórði kafli: Kain og Abel. Á ég að gæta bróðir míns? Vesalingar og krypplingar Victors Hugo, verksmiðjubörn Dickens. Undirskálaaugu Andersens.

Saga Bee Gees inniheldur þjóðflutninga, lestarslys, hótelsvítur, sundlaugabakka, ofsóknaræði en fyrst og síðast samheldni, metnað, vinnusemi og þolinmæði gagnvart harðneskju lífsins. Þetta eru stór orð, en saga bræðranna frá Brisbane er engum lík. Hún verður aldrei tekin saman í eina setningu þó að djörf atlaga gæti verið útfærð með orðunum „Keltar negla heiminn".

Þvílíkir hæfileikar. Þvílík seigla. Þvílík saga. En fyrst og síðast: þvíííííílíkur fílingur.

Other Episodes

Episode 0

March 06, 2020 00:55:27
Episode Cover

Dreams - Málaðu veggina með trönuberjasultu

Cranberries - Dreams Ungt fólk í yfirgefnum vöruhúsum. Dýna á gólfi. Bjór. Fússball borð. Kona í hippakjól keyrir belgvíðan gulan leigubíl yfir hvít, spíssuð...

Listen

Episode

May 01, 2015 00:35:49
Episode Cover

Sound of Silence – Gæsahúð handa þér

Það var heitt á könnunni. Það var heitt á pönnunni. New York ómaði af þjóðlagatónlist. Alpahúfurnar bærðust í vindinum og vindurinn boðaði breytingar. Paul...

Listen

Episode

January 19, 2017 00:38:32
Episode Cover

Give it away – Red Hot Upphitun

Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags...

Listen