Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar

July 02, 2021 01:19:31
Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar
Fílalag
Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar

Jul 02 2021 | 01:19:31

/

Show Notes

Bee Gees - Heartbreaker

Saga Bee Gees er Sagan með stóru S-i og greini. Saga þjóðflutninga, saga efnahagsþrenginga, hæstu hæða, dýpstu dala. Elsta saga í heimi. Fyrsta Mósebók, fjórði kafli: Kain og Abel. Á ég að gæta bróðir míns? Vesalingar og krypplingar Victors Hugo, verksmiðjubörn Dickens. Undirskálaaugu Andersens.

Saga Bee Gees inniheldur þjóðflutninga, lestarslys, hótelsvítur, sundlaugabakka, ofsóknaræði en fyrst og síðast samheldni, metnað, vinnusemi og þolinmæði gagnvart harðneskju lífsins. Þetta eru stór orð, en saga bræðranna frá Brisbane er engum lík. Hún verður aldrei tekin saman í eina setningu þó að djörf atlaga gæti verið útfærð með orðunum „Keltar negla heiminn".

Þvílíkir hæfileikar. Þvílík seigla. Þvílík saga. En fyrst og síðast: þvíííííílíkur fílingur.

Other Episodes

Episode

October 18, 2024 00:54:54
Episode Cover

Venus - Appelsínugulur órangútan losti

Shocking Blue - Venus Hollenskur nefapi sveiflar sér á grein. Starfsmaður Philips bókar sig á tveggja stjörnu hótel við hlið Paddington stöðvarinnar í London....

Listen

Episode

January 16, 2015 NaN
Episode Cover

Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta

„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta...

Listen

Episode 0

November 06, 2020 00:52:48
Episode Cover

Sister Golden Hair - Filter Última

America - Sister Golden Hair Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge. Kjallarinn í botlanganum. Þurrt...

Listen