King of the Road - Að elta skiltin

June 11, 2021 00:59:38
King of the Road - Að elta skiltin
Fílalag
King of the Road - Að elta skiltin

Jun 11 2021 | 00:59:38

/

Show Notes

Roger Miller - King of the Road

Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út í buskann. Á Íslandi er maður alltaf kominn í hring áður en maður veit af. Það er helst að maður geti náð einhverri smá útlegð á Kjálkanum eða kannski nyrst á Melrakkasléttu, en annars eru alltaf einhver vaxjakka-greppitrýni með náttúruvín mætt til að hrella þig.

En á öllum meginlöndum heimsins er hægt að týnast á veginum, og eiginlega lifa á veginum, án takmarks og tilgangs. Oft eru það sorgleg örlög, en það fer samt eftir viðhorfi. Sumir sem eru á sífelldu flandri líta á það sem ástand hins fullkomna áhyggjuleysis, en það er aðeins á færi þeirra sem hafa hjartalag flökkudýrsins. Það er ekki fyrir alla, en það á sannarlega konunglega spretti.

Það er hægt að týnast í húsinu sínu, falla inn í sjálfan sig í sjálfsmyndarglímu. En það er eiginlega ekki hægt að týnast á vegum úti. Maður eltir bara skiltin.

Other Episodes

Episode

December 14, 2018 01:01:23
Episode Cover

Laisse Tomber Les Filles – Láttu stelpurnar í friði

France Gall – Laisse Tomber Les Filles Mið-sexu stælarnir. Tyggjóið. Franska yfirlætið. Gainsbourg-töfrarnir. Stelpu yé-yé. Þetta er gírandi. Fíkn. Daníelsbók biblíunnar. Úthverfi í London....

Listen

Episode

October 20, 2017 00:49:24
Episode Cover

Handle With Care – Mesta stemmning sögunnar

Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan...

Listen

Episode

May 31, 2024 01:12:58
Episode Cover

Crazy - Klikkun

Crazy - Patsy Cline Kötturinn svífur um eldhúsið. Hárþurrkan syngur sópran inn á baði. Rafmagnslínurnar svigna milli stauranna úti á götu og spila hægan...

Listen