Roger Miller - King of the Road
Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út í buskann. Á Íslandi er maður alltaf kominn í hring áður en maður veit af. Það er helst að maður geti náð einhverri smá útlegð á Kjálkanum eða kannski nyrst á Melrakkasléttu, en annars eru alltaf einhver vaxjakka-greppitrýni með náttúruvín mætt til að hrella þig.
En á öllum meginlöndum heimsins er hægt að týnast á veginum, og eiginlega lifa á veginum, án takmarks og tilgangs. Oft eru það sorgleg örlög, en það fer samt eftir viðhorfi. Sumir sem eru á sífelldu flandri líta á það sem ástand hins fullkomna áhyggjuleysis, en það er aðeins á færi þeirra sem hafa hjartalag flökkudýrsins. Það er ekki fyrir alla, en það á sannarlega konunglega spretti.
Það er hægt að týnast í húsinu sínu, falla inn í sjálfan sig í sjálfsmyndarglímu. En það er eiginlega ekki hægt að týnast á vegum úti. Maður eltir bara skiltin.
Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug...
Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag...
Shocking Blue - Venus Hollenskur nefapi sveiflar sér á grein. Starfsmaður Philips bókar sig á tveggja stjörnu hótel við hlið Paddington stöðvarinnar í London....