King of the Road - Að elta skiltin

June 11, 2021 00:59:38
King of the Road - Að elta skiltin
Fílalag
King of the Road - Að elta skiltin

Jun 11 2021 | 00:59:38

/

Show Notes

Roger Miller - King of the Road

Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út í buskann. Á Íslandi er maður alltaf kominn í hring áður en maður veit af. Það er helst að maður geti náð einhverri smá útlegð á Kjálkanum eða kannski nyrst á Melrakkasléttu, en annars eru alltaf einhver vaxjakka-greppitrýni með náttúruvín mætt til að hrella þig.

En á öllum meginlöndum heimsins er hægt að týnast á veginum, og eiginlega lifa á veginum, án takmarks og tilgangs. Oft eru það sorgleg örlög, en það fer samt eftir viðhorfi. Sumir sem eru á sífelldu flandri líta á það sem ástand hins fullkomna áhyggjuleysis, en það er aðeins á færi þeirra sem hafa hjartalag flökkudýrsins. Það er ekki fyrir alla, en það á sannarlega konunglega spretti.

Það er hægt að týnast í húsinu sínu, falla inn í sjálfan sig í sjálfsmyndarglímu. En það er eiginlega ekki hægt að týnast á vegum úti. Maður eltir bara skiltin.

Other Episodes

Episode

June 17, 2016 00:39:04
Episode Cover

Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu...

Listen

Episode

November 06, 2015 00:25:02
Episode Cover

Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum

Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús....

Listen

Episode

March 09, 2018 01:07:07
Episode Cover

Where is my mind? – Boston Pizza

Ef maður myndi spyrja einhvern random Bandaríkjamann um hljómsveitina Pixies, þá eru líkur til þess að hann myndi yppa öxlum og ropa framan í...

Listen