Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga

June 04, 2021 01:18:39
Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga
Fílalag
Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga

Jun 04 2021 | 01:18:39

/

Show Notes

Billy Joel - Uptown Girl

Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á gula leigubílana sem þjóta hjá. Það er ekki hægt að tjónka við hann.

Elsta saga veraldar. Fátæki strákurinn sem er skotinn í prinsessunni, eða öfugt. Lítið krakkaævintýri, en samt svo stórt.

Billy Joel er gaurinn sem byrjaði að vera miðaldra 20 ára, og er enn að, hálfri öld síðar. Með brotið nef, hvíttaðar tennur og grjótharða bumbu. Hann hefur stundum kýlt fast, stundum kýlt laust. En hann hefur alltaf kýlt upp á við.

Other Episodes

Episode

October 13, 2017 00:47:10
Episode Cover

Crimson & Clover – Blóðrautt og smári

Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag...

Listen

Episode

October 16, 2015 01:03:21
Episode Cover

La Décadance – Mount Everest fegurðarinnar

Í nýjasta þætti Fílalags er fjallað um Serge Gainsbourg. Um hann þarf ekki að hafa mörg orð hér. Hann var einfaldlega fjallið eina. Tónlistarmaður...

Listen

Episode

August 14, 2015 00:31:09
Episode Cover

You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það

Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta...

Listen