Tubthumping - Almyrkvi af gleði

June 18, 2021 01:22:17
Tubthumping - Almyrkvi af gleði
Fílalag
Tubthumping - Almyrkvi af gleði

Jun 18 2021 | 01:22:17

/

Show Notes

Chumbawamba - Tubthumping

Gestófíll - Ari Eldjárn

Í raun deyr man mörg þúsund sinnum áður en vomurinn með ljáinn mætir loksins. Það verður mótlæti, það verður sköddun, það verða vonbrigði, það verður lágdeyða og stundum er fótunum hreinlega sópað undan vel meinandi fólki. En ef einhver heldur að tilgangur lífsins sé að forðast mótlæti, átök og almenna kássu, þá er til átta manna fílósófískt pönkband frá Leeds sem er þér hjartanlega ósammála.

Ari Eldjárn mætti með Fílalag sem gestófíll til að kryfja hið marglaga, ærandi Tubthumping með hljómsveitinni Chumbawamba sem flengreið röftum árið 1997 og áfram. Og niðurstaðan er: Ef þú ert lamin niður þá hengir þú þig aftur upp eins og klósett á útúrgröffuðum vegg djúpt inn í vömbinni á skemmtistað í tröllalandi. Það er ekki til neitt sem heitir að gefast upp. Stattu upp, stattu upp og haltu áfram, dúndraðu í þig glundrinu sem er lagt á borð fyrir þig og bara gerðu eitthvað úr þessu.

Danni minn. Elsku, rytjulegi drengurinn minn, þú þarft ekki að gyrða þig í brók, þú mátt meira að segja ganga um með kloflúðurinn úti, svo lengi sem þú ferð með bænirnar þínar, stendur upp og heldur áfram. Ljárinn kemur seinna, en þangað til, hafðu hátt, stattu á eplakassa og öskraðu úr þér sýrulegin lungun.

Þrjátíu ár. Þrjátíu ár af aga, músík og skaðræði. Þetta lögðu þau á sig. Svo þú getir fílað þetta litla lag. Fílaðu það með höfðinu, fílaðu það með lifrinni og nuddaðu opnum hjartavöðva þínum upp að mólekúlum þess, því þetta er sannarlega club-stumping, mind-numbing, baðkarsþrymill. Þetta er Tubthumber og það ætlar að rífa þig í sig eins og hungrað ljón tætir í sig sebrahest í BBC-heimildamynd. Öllum líður vel. Allir fíla. Og enginn man neitt eftir á, þar sem við sprautumst niður glerið fyrir framan sláttumanninn eins og rúðupissið sem við sannarlega erum.

Other Episodes

Episode

October 07, 2016 00:51:04
Episode Cover

Bohemian Rhapsody (Live á Húrra) – Mest fílaða lag allra tíma

Fílahjörðin hittist á Húrra í síðustu viku og hlýddi á live-fílun á laginu sem grundvallar alla lagafílun. Lagið er Bohemian Rhapsody með Queen en...

Listen

Episode 0

July 02, 2021 01:19:31
Episode Cover

Heartbreaker - Harmurinn og hæðirnar

Bee Gees - Heartbreaker Saga Bee Gees er Sagan með stóru S-i og greini. Saga þjóðflutninga, saga efnahagsþrenginga, hæstu hæða, dýpstu dala. Elsta saga...

Listen

Episode 0

November 25, 2016 01:42:35
Episode Cover

Fílalag - 100

Fílalagsmenn fara yfir ferilinn í sínum 100. þætti. Nýjar pælingar í bland við upprifjanir. Hátíðarþáttur sem hlustendur mega ekki missa af. Það er af...

Listen