Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan og til borðs situr Tom Petty.
Traveling Wilburys er mesta súpergrúbba allra tíma. Og það er hægt að fullyrða það hér að þær munu aldrei verða stærri. Reynslumeiri hópur er vandfundin. Samanlagt áttu þeir undir beltinu milljón jónusmóka, milljón munnhörpuslef á kinn, milljón blaðamannafundi. Þetta voru mennirnir með dekkstu sólgleraugun sem tekið höfðu á sig milljarð flassa. Stærstu poppstjörnur sögunnar. Allir í sama bandinu.
Og hvernig hljómar það? Þægilegt fílgúdd.
Lynyrd Skynyrd - Free Bird Það er morgun. Beikonlitaður mótorhjólamaður kjammsar á djúpsteiktri krókódílatá. Hitamælirinn sýnir 40, rakamælirinn er sprunginn. Úr útvarpinu heyrast skruðningar...
Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er...
X-kynslóðin færði okkur meira en gröns og perlandi e-pillu-svita. X-arar höfðu líka á sér fágaðari hliðar, eins og gengur. Á árunum í kringum 1990...