Without You – Til hvers að lifa?

February 24, 2016 00:49:16
Without You – Til hvers að lifa?
Fílalag
Without You – Til hvers að lifa?

Feb 24 2016 | 00:49:16

/

Show Notes

Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn.

Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar óhamingju að bráð. Líf þeirra beggja endaði með sjálfsmorði.

Ári síðar gaf Harry Nilsson það út og breytti því í risasmell. Nilsson átti líka tiltölulega erfiða ævi. Hann lést úr hjartaáfalli árið 1994 eftir áratuga sukk og óhamingjusamt svínarí. Sömu viku og Nilsson lést coveraði Mariah Carey „Without You“.

Útgáfa Carey af laginu er það sem kallað er „monster“. Risastór útsetning, öllu tjaldað til, stækkandi effektar á öllum hljóðfærum, lykkjur í söng. Niðurstaða slíks bogaspennings er oftast vonbrigði. Í þessu tilfelli varð til negla fyrir árþúsundin.

„Without you“ veltir upp spurningunni til hvers að lifa, spurningu sem höfundar lagsins glímdu við sjálfir. Hvað lifir og hvað deyr? Þetta eru heimspekilegar pælingar. Það sem er allavega ljóst er að „Without You“ lifir og það mun lifa lengi lengi.

Eitt rosalegasta lag allra tíma, fílað í þremur útgáfum.

Góða skemmtun.

Other Episodes

Episode 0

June 04, 2021 01:18:39
Episode Cover

Uptown Girl - Blöðruselur í brunastiga

Billy Joel - Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á...

Listen

Episode

September 13, 2019 01:00:58
Episode Cover

The Boy With The Arab Strap – Lifrarpylsa sem dansar búgí vúgí (Live á Kex Hostel)

Belle & Sebastian – The Boy With the Arab Strap Íslendingar athugið. Það er til enn kaldhæðnara og grárra samfélag en það íslenska. Við...

Listen

Episode

February 08, 2019 01:10:13
Episode Cover

Blue Velvet – Ég er einn og það er vont

Bobby Vinton – Blue Velvet Bobby Vinton, pólsk-ameriski prinsinn. Myrkrið, mýktin, rafmögnun flauelsins. Sveppaský í bakgrunni. Ofbeldi í lofti. Einu sinni var. Mannslíkaminn.Húsasund í...

Listen