Ein passívasta flík sem karlmenn geta klæðst er svokölluð „golla“ eða cardigan eins og hún heitir á ensku. Gollan virkar allstaðar. Kurt Cobain klæddist henni og náði þannig að dúlluþekja sýkta persónu sína. Gollur virka í fermingarveislum en einnig á fundum markaðsfræðinga.
Sé orðið gúglað í fleirtölu, „cardigans“, koma upp annarsvegar auglýsingar frá fatafyrirtækjum eins og H&M sem vilja selja svoleiðis fatnað og hinsvegar upplýsingar um sænsku hljómsveitina The Cardigans, en lag hennar „Lovefool“ er til umfjöllunar í fílalag þætti dagsins. Í þættinum er farið yfir þetta allt. Sænska lífstíls-iðnaðinn, poppið, kommóðurnar, tattúin og alþjóðavæðinguna.
Lovefool er lykillinn að ýmsu í samfélaginu. Í dag er kistan opnuð og mikið rótað. Njut av.
Nú er það áferð. Lagið sem fílað er í dag hefur sömu áferð og ef feldur af jarðíkorna væri tekinn, honum dýft ofan í...
„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna...
Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu. Fleetwood Mac...