Lovefool – Gollur og sexkantar

December 16, 2016 00:53:09
Lovefool –  Gollur og sexkantar
Fílalag
Lovefool – Gollur og sexkantar

Dec 16 2016 | 00:53:09

/

Show Notes

Ein passívasta flík sem karlmenn geta klæðst er svokölluð „golla“ eða cardigan eins og hún heitir á ensku. Gollan virkar allstaðar. Kurt Cobain klæddist henni og náði þannig að dúlluþekja sýkta persónu sína. Gollur virka í fermingarveislum en einnig á fundum markaðsfræðinga.

Sé orðið gúglað í fleirtölu, „cardigans“, koma upp annarsvegar auglýsingar frá fatafyrirtækjum eins og H&M sem vilja selja svoleiðis fatnað og hinsvegar upplýsingar um sænsku hljómsveitina The Cardigans, en lag hennar „Lovefool“ er til umfjöllunar í fílalag þætti dagsins. Í þættinum er farið yfir þetta allt. Sænska lífstíls-iðnaðinn, poppið, kommóðurnar, tattúin og alþjóðavæðinguna.

Lovefool er lykillinn að ýmsu í samfélaginu. Í dag er kistan opnuð og mikið rótað. Njut av.

Other Episodes

Episode 0

February 12, 2021 00:59:29
Episode Cover

I Feel Love - Eimuð ást

Donna Summer - I Feel Love Alþjóðlegt teymi. Bandarísk söngkona, Týróli, Breti, Þjóðverji að sjá um snúrurnar og Íslendingur á kantinum. Saman skópu þau...

Listen

Episode 0

March 13, 2020 00:51:32
Episode Cover

I'm Sleeping My Day Away - Einbeittur brotavilji

D.A.D. - I'm Sleeping My Day Away Sporðdreki hríslast eftir maga á konu með mjótt mitti. Þurrt eyðimerkurlandslag. Smokkar. Rauður Winston á náttborði. Hríslandi...

Listen

Episode

December 01, 2017 00:50:49
Episode Cover

Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði

Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að...

Listen