I Will Always Love You – Gullstöng

November 01, 2019 01:03:12
I Will Always Love You – Gullstöng
Fílalag
I Will Always Love You – Gullstöng

Nov 01 2019 | 01:03:12

/

Show Notes

I Will Always Love You – Dolly Parton & Whitney Houston

Hringið í Immanuel Kant. Já. Bara niður í gröfina í Kalíníngrad. Og andið í tólið. Það er fagurfræðileg fullkomnun undir fílunarnálinni í dag. I Will Always Love You. Stór orð. Stór framkvæmd. Hér er jafna fyrir ykkur.

Virði hverrar sekúndu í I Will Always Love You er jafn eðlismassa gulls sinnum óendanleiki mínus innanrými sálar Belsebúbs. Ekki hringja í hagfræðing.

Hér er þetta allt tekið fyrir. Teppið í stofunni hjá Dolly Parton, Sony-fjarstýring í lófa sem linast fram af baðkarsbrún. Haldið ykkur fast, kælið ykkur hratt, gefið ykkur öll á vald þéttustu eyrnapinnanibbu sem ofinn hefur verið, stjaksetjið ykkur á gullstönginni.

Other Episodes

Episode

October 16, 2015 01:03:21
Episode Cover

La Décadance – Mount Everest fegurðarinnar

Í nýjasta þætti Fílalags er fjallað um Serge Gainsbourg. Um hann þarf ekki að hafa mörg orð hér. Hann var einfaldlega fjallið eina. Tónlistarmaður...

Listen

Episode

June 12, 2015 00:37:23
Episode Cover

Dancing On My Own – „Ég er út í horni og horfi á þig kyssa hana“

Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið...

Listen

Episode

December 01, 2016 00:58:51
Episode Cover

Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum

Stærstu kjálkar bandarískrar tónlistarsögu eru teknir fyrir í Fílalag í dag. Glen Campbell. Maðurinn sem gaf okkur softkántrí slagara eins og Rhinestone Cowboy gaf...

Listen