Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona af frumbyggjaættum með allt aðra sýn á heiminn en flestir aðrir innan popp-bransans.
Sjónarhorn Universal Soldier er risastórt. Horft er á heiminn í heild sinni í gegnum alla söguna – en samt er sjónarhornið ekki rembingslegt eða heimspekilegt í fræðilegum skilningi. Það er þægilegt. Universal Soldier er ekki sending af vinstri kantinum – það er sending utan af vellinum, frá einhverjum sem er ekki að spila leikinn. Það er sending úr stúkunni.
Frægast var það í útgáfu hins skoska Donovan, og því eru honum einnig gerð skil í þættinum. Hlustið og fílið. Það verður ekkert frekara clickbait. Tékkið bara á þessu ef þið hafið áhuga á góðri músík.
Patti Smith – Because the Night Rokk. Ljóð. Sköddun. Dýpt. Eftirpartí á Njálsgötu 1980. Óþægilegar buxur. Þurrt hár. Öskubakkar. Sjöl. Kökkur í hálsum. Leðurjakki....
Metallica - For Whom the Bell Tolls Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið ...
Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um...