Universal Soilder – Sending úr stúkunni

October 27, 2017 01:05:04
Universal Soilder – Sending úr stúkunni
Fílalag
Universal Soilder – Sending úr stúkunni

Oct 27 2017 | 01:05:04

/

Show Notes

Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona af frumbyggjaættum með allt aðra sýn á heiminn en flestir aðrir innan popp-bransans.

Sjónarhorn Universal Soldier er risastórt. Horft er á heiminn í heild sinni í gegnum alla söguna – en samt er sjónarhornið ekki rembingslegt eða heimspekilegt í fræðilegum skilningi. Það er þægilegt. Universal Soldier er ekki sending af vinstri kantinum – það er sending utan af vellinum, frá einhverjum sem er ekki að spila leikinn. Það er sending úr stúkunni.

Frægast var það í útgáfu hins skoska Donovan, og því eru honum einnig gerð skil í þættinum. Hlustið og fílið. Það verður ekkert frekara clickbait. Tékkið bara á þessu ef þið hafið áhuga á góðri músík.

Other Episodes

Episode 0

September 01, 2017 01:13:06
Episode Cover

Stand By Your Man - Negla frá Nashville

Amerísk country-tónlist nær oftast ekki alþjóðlegri hylli þó að frá því séu mikilvægar undantekningar. Ein þeirra er lagið Stand by Your Man með Tammy...

Listen

Episode

May 02, 2016 00:36:45
Episode Cover

The Bad Touch – Tveir mínusar verða plús

Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band...

Listen

Episode

August 24, 2018 01:10:42
Episode Cover

Walking On Sunshine – Lík dansa

Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft...

Listen