Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona af frumbyggjaættum með allt aðra sýn á heiminn en flestir aðrir innan popp-bransans.
Sjónarhorn Universal Soldier er risastórt. Horft er á heiminn í heild sinni í gegnum alla söguna – en samt er sjónarhornið ekki rembingslegt eða heimspekilegt í fræðilegum skilningi. Það er þægilegt. Universal Soldier er ekki sending af vinstri kantinum – það er sending utan af vellinum, frá einhverjum sem er ekki að spila leikinn. Það er sending úr stúkunni.
Frægast var það í útgáfu hins skoska Donovan, og því eru honum einnig gerð skil í þættinum. Hlustið og fílið. Það verður ekkert frekara clickbait. Tékkið bara á þessu ef þið hafið áhuga á góðri músík.
Amerísk country-tónlist nær oftast ekki alþjóðlegri hylli þó að frá því séu mikilvægar undantekningar. Ein þeirra er lagið Stand by Your Man með Tammy...
Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band...
Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft...