I Put A Spell On You – Álagsstund

October 26, 2018 01:02:59
I Put A Spell On You – Álagsstund
Fílalag
I Put A Spell On You – Álagsstund

Oct 26 2018 | 01:02:59

/

Show Notes

Það fór fram hópfílun þegar Fílahjörðin mætti við drykkjarstöðvar sínar og stakk sér á bólakaf í tilfinninga-uppnáms-stomperinn I Put a Spell on You. Var lagið bæði mergfílað með höfundi sínum, Screamin’ Jay Hawkins og svo einnig með Creedence Clearwater Revival.
Sérhver taug var þanin í þessari fílun. Móða stríðsins. Ofsi afbrýðisseminnar. Ofsóknaræðið og lostinn í sjokk og tortímingu. Það er rosalega mikið undir í lagiu I Put a Spell on You. Það er verið að leggja álögur á manneskju – jafnvel alla sem á hlýða. Að verki eru galdar, ef ekki kölski sjálfur.

Other Episodes

Episode

April 01, 2016 00:34:59
Episode Cover

Gyöngyhajú Lány – Bomba frá Búdapest

Hafið þið einhverntíman heyrt lag frá Ungverjalandi? Kannski í Eurovision. Það hefur verið eitt af þessum lögum sem Íslendingar pirra sig á – eurotrashað...

Listen

Episode

November 16, 2018 01:09:41
Episode Cover

Nákvæmlega – Þegar Suðurland nötraði

Skítamórall – Nákvæmlega Gestófíll: Sóli Hólm Fílalag fékk sérstakan gest til sín til að útskýra hinn mikla hamfarakrókódíl sem sunnlenska aldamóta-sveitaballapoppið var. Sóli Hólm...

Listen

Episode 0

March 19, 2021 00:43:43
Episode Cover

Sk8er Boi - Halló litli villikötturinn minn

Avril Lavigne - Sk8er Boi Opnaðu ferska dós af tennisboltum (já, tennisboltar eru seldir í dósum og þær opnast með flipa eins og gosdósir...

Listen