Fílalag fer út fyrir þægindasviði í dag og fjallar um rapp í fyrsta skipti.
Viðfangsefnið er að sjálfsögðu nasavængja-meistarinn Jay-Z.
Ákveðið var að fara inn í miðju hans farsæla ferils og fíla Dirt off My Shoulder af Black Album frá 2003.
En auðvitað er líka fjallað um fyrri og síðari tíma Jay-Z. Þegar hann var street-hustler á Saab og einnig sem viðskiptamógúll og papparazzi-fóður.
Líf og örlög Jay-Z endurspegla öfga amerískrar þjóðarsálar betur en margt annað. Farið er yfir þetta í þættinum en fyrst og fremst er þetta hreinræktuð lagafílun.
„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu...
Creedence Clearwater Revival - Have You Ever Seen The Rain? Saga Creedence Clearwater Revival er best tekin saman með einu orði: ákefð. Hljómsveitin starfaði...
Dátar - Gvendur á Eyrinni Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar...