Dirt Off Your Shoulder – Dustið ryk af öxlum yðar

July 08, 2016 00:47:20
Dirt Off Your Shoulder – Dustið ryk af öxlum yðar
Fílalag
Dirt Off Your Shoulder – Dustið ryk af öxlum yðar

Jul 08 2016 | 00:47:20

/

Show Notes

Fílalag fer út fyrir þægindasviði í dag og fjallar um rapp í fyrsta skipti.

Viðfangsefnið er að sjálfsögðu nasavængja-meistarinn Jay-Z.

Ákveðið var að fara inn í miðju hans farsæla ferils og fíla Dirt off My Shoulder af Black Album frá 2003.

En auðvitað er líka fjallað um fyrri og síðari tíma Jay-Z. Þegar hann var street-hustler á Saab og einnig sem viðskiptamógúll og papparazzi-fóður.

Líf og örlög Jay-Z endurspegla öfga amerískrar þjóðarsálar betur en margt annað. Farið er yfir þetta í þættinum en fyrst og fremst er þetta hreinræktuð lagafílun.

Other Episodes

Episode

June 17, 2016 00:39:04
Episode Cover

Live Forever – Brekkusöngur alheimsins

„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu...

Listen

Episode 0

September 17, 2021 01:10:38
Episode Cover

Have You Ever Seen The Rain? - Full ákefð

Creedence Clearwater Revival - Have You Ever Seen The Rain? Saga Creedence Clearwater Revival er best tekin saman með einu orði: ákefð. Hljómsveitin starfaði...

Listen

Episode

April 26, 2024 01:08:43
Episode Cover

Gvendur á Eyrinni - Harmurinn, tyggjóið, eyrin og eilífðin

Dátar - Gvendur á Eyrinni Esjan er klædd flaueli. Handan hennar springur bomban. Sveppaskýið rís til himins. Faxaflóinn verður appelsínugulur. Við ströndina standa eyjaskeggjar...

Listen