Goodbye Yellow Brick Road - Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)

October 22, 2021 01:38:09
Goodbye Yellow Brick Road - Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)
Fílalag
Goodbye Yellow Brick Road - Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)

Oct 22 2021 | 01:38:09

/

Show Notes

Elton John - Goodbye Yellow Brick Road

Árið er 1973. Kynóðir Jesúsar safna krökkum upp í Volkswagen rúgbrauð og keyra til fjalla. Djúpgul skotveiðisólgleraugu seljast eins og heitar lummur. Bólufreðnir síðhippar gæða sér á Tex Mex meðan hár vex. Veröldin varð vitstola 1969 en þarna fjórum árum síðar hefur skollið á með heiðgulu rofi. Og inn í það syngur Kelti með örþunna filmu yfir sálinni og músíkina í bjarnarhrömmunum. Inn í þetta ástand syngur Kelti dýrasta sálm sjöunnar: Goodbye Yellow Brick Road.

Fílun dagsins var tekin upp "live" í Borgarleikhúsinu og er því einstaklega löng og lífleg. Rætt var um ýmis myndbönd í fíluninni og eru hlekkir á þau hér. Áratugamyndir af Tona gamla má svo einnig finna hér fyrir neðan. Góða skemmtun.

Toni í strandafíling 16. ágúst 2021. Heilsteiktir fiskar og DJ-æring.

Toni svo aðframkomin af firringu að hann nær að láta Imagine hljóma ósympatískt.

Toni going "full Donald"

Toni Live á Dodgers Stadium 75. Bernie Taupin að sötra coors úr 70s dós á hlýrabol.

Upptökur á Yellow Brick Road í Frakklandi ’73. Deep sjöu kúl.

Toni og Goggi að mæta í jarðaförina hjá Díönu. Westminster Abbey. Full on Denna Dæmalausa lúkkið. Rautt hairpiece og frekjuskarð.

Other Episodes

Episode

October 02, 2015 00:34:00
Episode Cover

In The Air Tonight – Farið í ullarsokka og fyllið munninn af húbba búbba

„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem...

Listen

Episode

December 07, 2018 NaN
Episode Cover

You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar

Músík er sameinandi afl sem spyr hvorki um stétt né stöðu. Þetta eru væmin orð, en þó alveg sönn. Jafnvel hörðustu rokkarar koma heim...

Listen

Episode

December 06, 2024 00:57:12
Episode Cover

Only Time - Silkiþræðir Keltans

Enya - Only Time Hver þekkir vegi himinsins? Fuglinn. Hver veit hvert vindurinn mun blása? Fuglinn. Hver býr yfir grimmd grameðlu og sakleysi páskaungans?...

Listen