Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr

July 07, 2017 00:58:58
Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr
Fílalag
Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr

Jul 07 2017 | 00:58:58

/

Show Notes

Líklegast átti það að vera orðaleikur þegar tónlistarmaðurinn Rob Dougan gaf lagi sínu nafnið „Clubbed To Death“. Orðasambandið þýðir í venjulegri merkinu: „að vera laminn til dauða með kylfum“ en einnig er hægt að lesa merkinguna: „að dansa sig til dauða“ út úr orðunum.

En vandamálið er bara að þrátt fyrir fönk-uppruna trommutaktsins þá er „Clubbed To Death“ ekkert sérstaklega dansvænt. Það er frekar lag sem gerir fólk stjarft og fyllir það angist. Lagið er frábært – en það er samt líka hræðilegt. Það er tákn um hræðileg örlög tugþúsunda Íslendinga.

Skaðinn var mikill í níunni. Það liggja tugþúsundir Íslendinga í valnum eftir allt skaðræðið. Að hlusta á Clubbed To Death og horfa á Matrix var alvarleg iðja sem dregið hefur dilk á eftir sér. Þessi orkudrykkja-súpandi bakpokakynslóð sem fékk Clubbed To Death inn í vitundina á viðkvæmum aldri, er meira og minna óstarfhæf í dag.

Hlustið og fílið.

Other Episodes

Episode

March 15, 2024 01:07:21
Episode Cover

(Everything I Do) I Do It for You - Ör beint í hjartað

Bryan Adams - (Everything I Do) I Do It for You Þér er boðið í ferðalag. Hoppaðu upp á hestvagninn. Litli-Jón slær keyri í...

Listen

Episode

February 03, 2017 00:45:47
Episode Cover

Í sól og sumaryl – Íslenskt sumar, í brúsa

Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er...

Listen

Episode

March 07, 2025 01:29:01
Episode Cover

Masters of War - Mölétin mennskan

Bob Dylan – Masters of War Hamstur í örbylgjuofni. Óður maður á eplakassa. Skraufþurr heysáta. Vítisvélar á himni. Reikningur greiddur. Thank you ma’am. Rop...

Listen