Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr

July 07, 2017 00:58:58
Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr
Fílalag
Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr

Jul 07 2017 | 00:58:58

/

Show Notes

Líklegast átti það að vera orðaleikur þegar tónlistarmaðurinn Rob Dougan gaf lagi sínu nafnið „Clubbed To Death“. Orðasambandið þýðir í venjulegri merkinu: „að vera laminn til dauða með kylfum“ en einnig er hægt að lesa merkinguna: „að dansa sig til dauða“ út úr orðunum.

En vandamálið er bara að þrátt fyrir fönk-uppruna trommutaktsins þá er „Clubbed To Death“ ekkert sérstaklega dansvænt. Það er frekar lag sem gerir fólk stjarft og fyllir það angist. Lagið er frábært – en það er samt líka hræðilegt. Það er tákn um hræðileg örlög tugþúsunda Íslendinga.

Skaðinn var mikill í níunni. Það liggja tugþúsundir Íslendinga í valnum eftir allt skaðræðið. Að hlusta á Clubbed To Death og horfa á Matrix var alvarleg iðja sem dregið hefur dilk á eftir sér. Þessi orkudrykkja-súpandi bakpokakynslóð sem fékk Clubbed To Death inn í vitundina á viðkvæmum aldri, er meira og minna óstarfhæf í dag.

Hlustið og fílið.

Other Episodes

Episode

September 28, 2018 01:06:19
Episode Cover

Our House – Afar vel smíðað hús

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...

Listen

Episode

January 29, 2016 00:45:49
Episode Cover

Hlið við hlið – Þegar Friðrik Dór sló í gegn

„Hlið við hlið“ var fyrsti útvarpssmellur Friðriks Dórs. Það kom út haustið 2009 og hefur síðan þá verið maukfílað af fólki úr öllum stéttum...

Listen

Episode

May 02, 2016 00:36:45
Episode Cover

The Bad Touch – Tveir mínusar verða plús

Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band...

Listen