Líklegast átti það að vera orðaleikur þegar tónlistarmaðurinn Rob Dougan gaf lagi sínu nafnið „Clubbed To Death“. Orðasambandið þýðir í venjulegri merkinu: „að vera laminn til dauða með kylfum“ en einnig er hægt að lesa merkinguna: „að dansa sig til dauða“ út úr orðunum.
En vandamálið er bara að þrátt fyrir fönk-uppruna trommutaktsins þá er „Clubbed To Death“ ekkert sérstaklega dansvænt. Það er frekar lag sem gerir fólk stjarft og fyllir það angist. Lagið er frábært – en það er samt líka hræðilegt. Það er tákn um hræðileg örlög tugþúsunda Íslendinga.
Skaðinn var mikill í níunni. Það liggja tugþúsundir Íslendinga í valnum eftir allt skaðræðið. Að hlusta á Clubbed To Death og horfa á Matrix var alvarleg iðja sem dregið hefur dilk á eftir sér. Þessi orkudrykkja-súpandi bakpokakynslóð sem fékk Clubbed To Death inn í vitundina á viðkvæmum aldri, er meira og minna óstarfhæf í dag.
Hlustið og fílið.
Happy Mondays - Kinky Afro Brútalismi. Gráir veggir. Steinsteypa. Rigning. Vond hárgreiðsla. Bryðjandi kjálkar. Vond nærvera. Sveittar nasir. Engin markmið. Engar vonir. Engin reisn....
Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er...
Frankie Valli and the Four Seasons - December, 1963 (Oh What a Night) Árið 1975 var þannig komið fyrir hljómsveitinni The Four Seasons og...