Donna Summer - I Feel Love
Alþjóðlegt teymi. Bandarísk söngkona, Týróli, Breti, Þjóðverji að sjá um snúrurnar og Íslendingur á kantinum. Saman skópu þau dansmúsíkina og allt fór þetta fram í München í Þýskalandi í sinnepsgulri sjöu.
Nú er frumdanstónlistarsleggjan I Feel Love með Donnu Summer tekin fyrir og er hér um að ræða stóra vörðu í dægurmenningunni. I Feel Love er ekki lag fyrir ameríska maísbændur. I Feel Love var svo framúrstefnulegt þegar það kom út árið 1977 að við erum eiginlega ekki enn búinn að ná því. En fíla það við getum.
Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jólin alls staðar Okkar fallegasta jólalag er tekið fyrir í dag. Það voru hjónin Jóhanna G. Erlingsson og...
Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur Núna geta allir loksins sofnað rótt. Hvort sem þið eruð langt leidd af klámfíkn, fransk-rennilása-læst...
Ameríkanar elska skammstafanir. Loftkæling er til dæmis aldrei kölluð annað en A/C (ei-sí), sem er skammstöfun fyrir air-conditioning. AC er svo líka notað sem...