Donna Summer - I Feel Love
Alþjóðlegt teymi. Bandarísk söngkona, Týróli, Breti, Þjóðverji að sjá um snúrurnar og Íslendingur á kantinum. Saman skópu þau dansmúsíkina og allt fór þetta fram í München í Þýskalandi í sinnepsgulri sjöu.
Nú er frumdanstónlistarsleggjan I Feel Love með Donnu Summer tekin fyrir og er hér um að ræða stóra vörðu í dægurmenningunni. I Feel Love er ekki lag fyrir ameríska maísbændur. I Feel Love var svo framúrstefnulegt þegar það kom út árið 1977 að við erum eiginlega ekki enn búinn að ná því. En fíla það við getum.
Bob Dylan - Workinman's Blues #2 Bob Dylan kjarnar hugmyndina um „boomer". Það er erfitt að kyngja því nú á tímum þegar 37 ára...
Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert...
Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að...