Arthur’s Theme – Gasið sem sefar

July 28, 2017 00:49:37
Arthur’s Theme – Gasið sem sefar
Fílalag
Arthur’s Theme – Gasið sem sefar

Jul 28 2017 | 00:49:37

/

Show Notes

Ameríkanar elska skammstafanir. Loftkæling er til dæmis aldrei kölluð annað en A/C (ei-sí), sem er skammstöfun fyrir air-conditioning. AC er svo líka notað sem skammstöfun fyrir annað, ekki síðra fyrirbæri, eða „adult contemporary“ sem er ekki beinlínis tónlistarstefna heldur frekar hluti af aðferð markaðsmanna til að sortera músík eftir markhópum.

„Adult Contemporary“ er þar af leiðandi ný músík fyrir fólk sem er ekki unglingar, sem er markaðsvænn flokkur, enda á fullorðna fólkið alltaf nóg af peningum. Þetta var mjög ráðandi hugsun, sérstaklega í sjöunni og fram í áttuna. Eagles, Chicago og síðar Kenny G., Whitney Houston og Mariah Carey gætu öll fallið í þennan flokk. En kannski er ekki til listamaður sem skilgreinir þetta betur en Christopher Cross.

Þegar hlýtt er á lag hans: Arthur’s Theme, kemur reyndar hin merking skammstöfunarinnar AC, einnig upp í hugann. Lagið virkar sem einskonar loftkæling. Ameríka er einfaldlega það heit heimsálfa og það mikill suðupottur hugmynda að það er ótrúlegt að það logi þar ekki allt í styrjöldum alla daga. Það sem hefur komið í veg fyrir það eru neglur eins og Arthur’s Theme. Rólegar AC-ballöður sem hugga mannskapinn.

Það reyndist Fílalagsmönnum nánast erfitt að koma orðum að því hversu djúpt þeir fíla Arthur’s Theme. Þetta er gríðarlega djúp fílun og mjög mikilvæg.

Hlustið og fílið.

Other Episodes

Episode

September 28, 2018 01:06:19
Episode Cover

Our House – Afar vel smíðað hús

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...

Listen

Episode 0

June 11, 2021 00:59:38
Episode Cover

King of the Road - Að elta skiltin

Roger Miller - King of the Road Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út...

Listen

Episode

November 08, 2019 00:47:40
Episode Cover

I Only Have Eyes For You – Fegurð að handan

The Flamingos – I Only Have Eyes For You Mjúkur koss úr hamborgaralúgu. Tyggjó-plata á rauðri tungu. Mínígolf í myrkrinu. Elskandi, dekkandi faðmur svínaslátrara...

Listen