Fourth Rendez-Vous - Til stjarnanna

February 05, 2021 00:54:45
Fourth Rendez-Vous - Til stjarnanna
Fílalag
Fourth Rendez-Vous - Til stjarnanna

Feb 05 2021 | 00:54:45

/

Show Notes

Jean-Michel Jarre - Quatrième Rendez-vous

Belgískur milljónamæringur stígur um borð í einkaþotu. Kona með áhyggjufulla rödd segir frá siðferðislegum álitamálum í tengslum við loðdýrarækt. Gufan merlast úr viðtækjunum og blandast gufunni úr pottinum þar sem ýsan sýður. Velkomin að speglinum.

Jörðin hlýnar. Rafbylgjur flæða. Fólk í þungum þönkum leggst í bastrólu. Hlutabréf hækka. Kvartbuxur í bústaðnum. PHEV-bíll keyptur á vistvænum lánum. Í kvöld er prógram frá NRK um sjálfbærni.

Einu sinni voru heimarnir þrír. Fyrsti heimurinn. Þróuðu ríkin, lýðræðisríkin. Annar heimurinn. Kommúnistarnir, einræðisríkin. Og þriðji heimurinn. Restin. Valinn síðastur í leikfimi. En svo var bitið í Big Macinn og sagt: lítið til stjarnanna.

Fimmta lýðveldið. Fjórða stefnumótið. Fyrsti kossinn. Ég kyssti föla vanga móður jarðar áður en ég lagði hana í gröfina.

Other Episodes

Episode 0

November 15, 2024 01:06:40
Episode Cover

Undir regnboganum - Nanooq í Kringlunni

Hvalræði - Undir regnboganum Jökulblátt vatn. Orbit-tyggjó. Fljótandi ísjakar. Morgunsjónvarps stjarna hlær. Skutull skríður. Blóð fossast. Veðurbarinn maður með barta í Víetnam hermannajakka gefur...

Listen

Episode

May 31, 2019 00:54:28
Episode Cover

Race For The Prize – Kalsíumhlaðin sprengja litbrigða og hugmynda

The Flaming Lips – Race for the Prize Ef atómsprengja með glimmeri springur í eyðimörk og enginn heyrir í henni eða sér hana. Sprakk...

Listen

Episode

August 09, 2024 01:04:17
Episode Cover

Lady (Hear Me Tonight) - Frelsi, jafnrétti, sólarlag

Modjo - Lady (Hear Me Tonight) Freknuklasi á andliti fyrirsætu. Endalaus hlátur, endalaus harmur. Fingur móta blautan leir. Ilmur blóma. Hringtorg, fjallaþorp. Himininn er...

Listen