Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf

October 02, 2020 00:52:46
Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf
Fílalag
Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf

Oct 02 2020 | 00:52:46

/

Show Notes

Grant Lee Buffalo - Fuzzy

Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið. Skvettið Calvin Klein ilmvatni á hrjúft spjaldið. Spennið á ykkur mótorhjólaklossana. Dragið djúpt andann. Árið er 1993. Það er fuzzari.

Hér er farið yfir þetta allt. Vitabarsborgarana, Something-sólóið í Gítarnum fyrir neðan LA-kaffi. Skaðræðið, baugana og hin fjúkandi pulsubrauð. Það er bullandi eftirpartí á Njálsgötunni og ljóðræn eftirsjásnegla í græjunum. Blár Daihatsu Charade fyrir utan með brúnan hassmola í hanskahólfinu. Öllum líður illa, allt er snilld.

Úr múrsteinslögðu bandarísku vöruhúsi. Inn í veröld hinna fjúkandi pulsubréfa. Hér er það. Loðið sem aldrei fyrr.

Other Episodes

Episode

September 09, 2016 01:15:37
Episode Cover

Albatross – Svifið fram af brúninni

Fleetwood Mac þekkja allir. Undanfarin tíu ár hefur það verið hipstera-standard að hlusta á adult contemporary stöffið frá síðla-sjöu Fleetwood Mac og fíla það...

Listen

Episode

January 04, 2019 00:26:31
Episode Cover

Call On Me – Graður Svíi penslar

Í fílun dagsins er farið í skemmtilegt ferðalag um vegi poppsins. Eric Prydz heitir listamaðurinn sem er til umfjöllunar. Ef maður myndagúglar Prydz, sem...

Listen

Episode

September 28, 2018 01:06:19
Episode Cover

Our House – Afar vel smíðað hús

Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...

Listen