Grant Lee Buffalo - Fuzzy
Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið. Skvettið Calvin Klein ilmvatni á hrjúft spjaldið. Spennið á ykkur mótorhjólaklossana. Dragið djúpt andann. Árið er 1993. Það er fuzzari.
Hér er farið yfir þetta allt. Vitabarsborgarana, Something-sólóið í Gítarnum fyrir neðan LA-kaffi. Skaðræðið, baugana og hin fjúkandi pulsubrauð. Það er bullandi eftirpartí á Njálsgötunni og ljóðræn eftirsjásnegla í græjunum. Blár Daihatsu Charade fyrir utan með brúnan hassmola í hanskahólfinu. Öllum líður illa, allt er snilld.
Úr múrsteinslögðu bandarísku vöruhúsi. Inn í veröld hinna fjúkandi pulsubréfa. Hér er það. Loðið sem aldrei fyrr.
Fleetwood Mac þekkja allir. Undanfarin tíu ár hefur það verið hipstera-standard að hlusta á adult contemporary stöffið frá síðla-sjöu Fleetwood Mac og fíla það...
Í fílun dagsins er farið í skemmtilegt ferðalag um vegi poppsins. Eric Prydz heitir listamaðurinn sem er til umfjöllunar. Ef maður myndagúglar Prydz, sem...
Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba...