Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf

October 02, 2020 00:52:46
Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf
Fílalag
Fuzzy - Fjúkandi pulsubréf

Oct 02 2020 | 00:52:46

/

Show Notes

Grant Lee Buffalo - Fuzzy

Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið. Skvettið Calvin Klein ilmvatni á hrjúft spjaldið. Spennið á ykkur mótorhjólaklossana. Dragið djúpt andann. Árið er 1993. Það er fuzzari.

Hér er farið yfir þetta allt. Vitabarsborgarana, Something-sólóið í Gítarnum fyrir neðan LA-kaffi. Skaðræðið, baugana og hin fjúkandi pulsubrauð. Það er bullandi eftirpartí á Njálsgötunni og ljóðræn eftirsjásnegla í græjunum. Blár Daihatsu Charade fyrir utan með brúnan hassmola í hanskahólfinu. Öllum líður illa, allt er snilld.

Úr múrsteinslögðu bandarísku vöruhúsi. Inn í veröld hinna fjúkandi pulsubréfa. Hér er það. Loðið sem aldrei fyrr.

Other Episodes

Episode

October 12, 2018 00:55:34
Episode Cover

Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna

Hvernig ætli stóra ferðalagið sé? Hápunktur allrar lífsreynslu hlýtur að vera sjálf himnaförin. Að klára dæmið og sameinast alheims-andanum. En er hægt að reyna...

Listen

Episode 0

September 17, 2021 01:10:38
Episode Cover

Have You Ever Seen The Rain? - Full ákefð

Creedence Clearwater Revival - Have You Ever Seen The Rain? Saga Creedence Clearwater Revival er best tekin saman með einu orði: ákefð. Hljómsveitin starfaði...

Listen

Episode 0

May 08, 2020 01:24:33
Episode Cover

For Whom The Bell Tolls - Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla

Metallica - For Whom the Bell Tolls Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið ...

Listen