The 5th Dimension - The Age of Aquarius
Unglingar með reykelsi. Tónaðir Broadway leikarar í útpældum fatahenglum. Veröld að fara af hjörunum. Hér er um að ræða kapítalismann og drauma hippakynslóðarinnar saman inn í kústaskáp að búa til beikon. Engu er til sparað í þessari tungllendingar-neglu sem þrumaði sér inn á topp Billboard listans sumarið '69. Hér fer saman blómabúða-fnykurinn við ískalda pillugræðgi. Þetta lag er bæði loðið um lófana og í handarkrikunum. Leikið þér eigi að lavalampanum. Velkomin í fimmtu víddina. Upp er runnin Öld Vatnsberans.
Fílalag var soldið torn yfir því hvort fíla ætti lag dagsins. Um er að ræða mikið meginstraums lag – kannski full mikið af því...
Grant Lee Buffalo - Fuzzy Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í...
Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé...