Metallica - For Whom the Bell Tolls
Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið að kalsíum og næringaefnabættri uppfærslu. Keyrslu-málmurinn er fundinn upp. Thrash-metallinn. Fremstir í flokki eru nokkrir unglingar í gallajökkum með slæma húð. Þeir eiga eftir að verða eitt stærsta skrímsli tónlistarsögunnar.
Hvort sem þú ert spjótkastari frá Algeirsborg eða pípulagningamaður í Prag. Þeir stungu málm í rassinn þinn. Þó þú sért fín frú í Ofanleiti. Enginn er hólpinn. Vegir málsmiðjunnar liggja svo víða og hafa svo djúpa grunna, að enginn getur fetað sig i gegnum lífið án þess að þurfa að fara yfir slík gatnamót.
Kirk, James, Lars og Cliff. Þetta var ólíklegt, þetta er jafnvel fáránlegt, en söngvar ykkar um andstyggð og tortímingu eru eitt útbreiddasta gospel okkar tíma. Öllu er afmörkuð stund, eins og segir í hinni merku bók, og núna er stundin til að fíla það.
Dexys Midnight Runners - Come on Eileen Fyrir þau ykkar sem hafið gengið slyddublaut inn í blokkarstigagang. Fyrir þau ykkar sem hafið stigið inn...
Rafbylgjur smjúga í gegnum þunna gifsveggi. Brunabíll keyrir í útkall. Í höfuðkúpu er haldin veisla. Húlahringir orbita áreynslulaust. Pabbi skammar. Stanislav nágranni er sendur...
Fun. - We Are Young Það er þversagnarkenndur vöndull undir nálinni. Poppsmellur sem fór í fyrsta sæti ameríska vinsældalistans, peppandi, ærandi og neysluhvetjandi Super-Bowl-auglýsinga...