For Whom The Bell Tolls - Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla

May 08, 2020 01:24:33
For Whom The Bell Tolls - Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla
Fílalag
For Whom The Bell Tolls - Feigð, húð, hryggð, hefnd, reiði, örkuml, angist, bólur, reiði, sekt, keyrsla

May 08 2020 | 01:24:33

/

Show Notes

Metallica - For Whom the Bell Tolls

Kalifornía 1981. Veröldin heilsar nýrri tónlistarstefnu. Metallinn hefur fengið að súrrast í áratug og nú er komið  að kalsíum og næringaefnabættri uppfærslu. Keyrslu-málmurinn er fundinn upp. Thrash-metallinn. Fremstir í flokki eru nokkrir unglingar í gallajökkum með slæma húð. Þeir eiga eftir að verða eitt stærsta skrímsli tónlistarsögunnar.

Hvort sem þú ert spjótkastari frá Algeirsborg eða pípulagningamaður í Prag. Þeir stungu málm í rassinn þinn. Þó þú sért fín frú í Ofanleiti. Enginn er hólpinn. Vegir málsmiðjunnar liggja svo víða og hafa svo djúpa grunna, að enginn getur fetað sig i gegnum lífið án þess að þurfa að fara yfir slík gatnamót.

Kirk, James, Lars og Cliff. Þetta var ólíklegt, þetta er jafnvel fáránlegt, en söngvar ykkar um andstyggð og tortímingu eru eitt útbreiddasta gospel okkar tíma. Öllu er afmörkuð stund, eins og segir í hinni merku bók, og núna er stundin til að fíla það.

Other Episodes

Episode

November 24, 2017 00:58:19
Episode Cover

Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum

Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu...

Listen

Episode 0

December 11, 2020 00:57:38
Episode Cover

Euphoria - Bugles, Dópamín, kerúbíni þenur lúður

Loreen - Euphoria Þríhöfða vöðvatröll stígur niður úr leikmyndageimskipi .Glussahljóð fyllir skálar eyrna. Fasteignasali í Reykjavík kaupir ljótan jakka í Sautján. Buglesi er sturtað...

Listen

Episode

October 05, 2018 01:21:23
Episode Cover

Waterfalls – Jarmið. Gjaldþrotið. Geggjunin.

Það þurfti ekkert minna en vel-versaðan gestófíl til að afhausa fílinn í herberginu þegar Waterfalls með TLC var tekið fyrir. Sandra Barilli, bransakona, mætti...

Listen